Hátíð brautskráðra doktora

Aðalbygging
Hátíðasalur
Hátíð brautskráðra doktora fer fram í tíunda sinn í Hátíðasal skólans á fullveldisdeginum 1. desember kl. 13.
Á athöfninni munu doktorar sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. desember 2021 taka við gullmerki skólans.
Viðburðurinn er lokaður vegna sóttvarnatakmarkana en hægt verður að fylgjast með honum í streymi.
Doktorsnám við Háskóla Íslands hefur eflst mjög frá aldamótum og hefur framlag doktorsnema til rannsókna og kennslu við skólann átt sinn þátt í aukinni velgengni hans. Í samstarfi við leiðbeinendur sína leggja doktorsnemar af mörkum mikilvægan skerf til þekkingarleitar og nýsköpunar og taka virkan þátt í að efla Háskólann sem alþjóðlega rannsóknastofnun.
Hátíð brautskráðra doktora fer fram í tíunda sinn í Hátíðasal skólans á fullveldisdeginum 1. desember kl. 13.
