Skip to main content

Hátíð brautskráðra doktora

Hátíð brautskráðra doktora - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. desember 2021 13:00 til 14:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Lokaður viðburður vegna samkomutakmarana

Hátíð brautskráðra doktora fer fram í tíunda sinn í Hátíðasal skólans á fullveldisdeginum 1. desember kl. 13.

Á athöfninni munu doktorar sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. desember 2021 taka við gullmerki skólans.

Viðburðurinn er lokaður vegna sóttvarnatakmarkana en hægt verður að fylgjast með honum í streymi.

Doktorsnám við Háskóla Íslands hefur eflst mjög frá aldamótum og hefur framlag doktorsnema til rannsókna og kennslu við skólann átt sinn þátt í aukinni velgengni hans. Í samstarfi við leiðbeinendur sína leggja doktorsnemar af mörkum mikilvægan skerf til þekkingarleitar og nýsköpunar og taka virkan þátt í að efla Háskólann sem alþjóðlega rannsóknastofnun.

Hátíð brautskráðra doktora fer fram í tíunda sinn í Hátíðasal skólans á fullveldisdeginum 1. desember kl. 13.

Hátíð brautskráðra doktora