Háskóladagurinn 2025

Háskólatorg, Aðalbygging, Askja og Gróska
Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn á Háskóladaginn laugardaginn 1. mars 2025 milli klukkan 12 og 15.
Allir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands en á fjórða hundrað námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við skólann. Komið og kynnið ykkur spennandi nám sem opnar leiðina út í atvinnulífið. Einnig fer fram kynning á margþættri og öflugri starfsemi og þjónustu Háskólans.
Á staðnum verða vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum Háskólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.
Ekki missa af því þegar Háskólinn opnar dyr sínar upp á gátt.
Allar námsleiðir kynntar á háskólasvæðinu Hér má sjá hvar allar námsleiðir eru kynntar á Háskóladaginn
Námskynningar á vegum einstakra fræðasviða Háskóla Íslands verða á eftirtöldum stöðum:
- Heilbrigðisvísindasvið: Gróska
- Verkfræði- og náttúruvísindasvið: Askja
- Félagsvísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð
- Menntavísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð
- Hugvísindasvið: Aðalbygging, 2 hæð
Fulltrúar frá Nemendaráðgjöf; Náms- og starfsráðgjöf, Alþjóðasviði og Nemendaskrá veita ýmiss konar aðstoð og upplýsingar á 2. hæð Háskólatorgs. Þar verða einnig fulltrúar frá Stúdentaráði sem vita allt um réttindamál stúdenta, félagslíf og ekki síst tónlistarhátíðina vinsælu Oktoberfest. Þá veita fulltrúar Félagsstofnunar stúdenta upplýsingar um Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og aðra þjónustu fyrir stúdenta.
Háskólinn á Hólum með námskynningu á 2. hæð á Háskólatorgi.
Þá eru Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslandsmeð námskynningu á 1. hæð Háskólatorgs.
Háskólinn í Reykjavík verður líka með námskynningu í eigin húsakynnum við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands kynnir allar sínar námsleiðir í eigin húsakynnum á Laugarnesvegi.
Hoppaðu frítt á Háskóladaginn. Leggðu í Hoppstæði við Grósku, HÍ, HR eða LHÍ Stakkahlíð og fáðu ferðina frítt.
Frekari upplýsingar um Háskóladaginn eru á vef Háskóladagsins
Á Háskóladaginn býður Háskóli Íslands landsmönnum öllum í heimsókn. Komdu til okkar laugardaginn 1. mars milli klukkan 12 og 15.