Skip to main content

Hálfrar aldar afmæli hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands

Hálfrar aldar afmæli hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. september 2023 15:30 til 18:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í haust eru 50 ár liðin frá því að fyrstu stúdentarnir hófu nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og mun Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild fagna þeim tímamótum síðdegis föstudaginn 29. september 2023 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 15.30. Að lokinni dagskrá verða léttar veitingar í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Öll velkomin.

Í haust eru 50 ár liðin frá því að fyrstu stúdentarnir hófu nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Myndin er frá brautskráningu fyrsta árgangsins sem útskrifaðist.

Hálfrar aldar afmæli hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands

Dagskrá

15:30 -
Hátíðin sett – Helga Bragadóttir, deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
15:35 -
Ávarp - Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
15:45 -
Ávarp - Sóley Sesselja Bender, prófessor emerita og fulltrúi fyrstu stúdenta í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands
16:00 -
Styrkveitingar til doktorsnemenda úr Rannsóknarsjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur – Jóhanna Bernharðsdóttir, formaður sjóðsstjórnar
16:30 -
Hjúkrunarmenntun í háskóla - til hvers? Anna Stefánsdóttir, heiðursdoktor í hjúkrunarfræði
16:50 - 18:00
Léttar veitingar verða á boðstólum að dagskrá lokinni í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Kjartan Valdemarsson, leikur á píanó fyrir gesti. Öll velkomin.