Grænir Dagar 2024
Grænir dagar eru haldnir árlega í Háskóla Íslands með það að markmiði að varpa ljósi á og upplýsa nemendur og almenning um umhverfismál af ýmsu tagi. Gaia, nemendafélag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, stendur að Grænum dögum. Grænir Dagar fara fram 27. - 29. febrúar.
Þemað í ár er sjálfbærni í hafinu. Komdu og taktu þátt í fjölbreyttri dagskrá um þetta mikilvæga málefni.
Nánari upplýsingar fyrir hvern viðburð verða aðgengilegar á Facebook
Þriðjudagur, 27. febrúar:
14:00-14:30 (O-202) Samvinnuþýð nýsköpun: Byggjum sjálfbæra framtíð fyrir höfin okkar- Kynning Íslenska Sjávarklasans
15:00-15:40 (L-204) Verndun hafsins: Afhjúpum plastmengun á Vonarsvæði Íslands- Kynning Ocean mission.
17:30-20:30 (Hvalasafnið) Skuggar hafsins- kynnum okkur þær hvalategundir sem eru í mestri útrýmingingarhættu á jörðinni - Bíó
Miðvikudagur, 28. febrúar:
11:00-13:00 (Hellisheiði) Þörungar - sjálfbærasta uppskera í heimi? Leiðangur um verksmiðju Vaxa Technologies sem endar á sýningu um jarðhita. Boðið er upp á far en þó takmarkað pláss! Skráðu þig hér.
15:00-15:30 (L-103) Kynning á MariPet verkefninu og þeim möguleika á að nýta úrgang fiskeldis til framleiðslu á gæludýrafóðri.
16:00-16:45 (L-204) Breytingar hafsins- Fyrirlestur með Önnu Diljá.
Fimmtudagur, 29. febrúar:
12:00-12:30 (Ht-300) Kynning á hreinsun strandsvæða
13:00-13:45 (Ht-300) Tæknifundur með Star Oddi
14:00-14:45 (Ht-300) Frá gagnaköfun til sjálfbærs afla: Bylting Wisefish í sjávarútvegi - Kynning Wisefish
15:00-17:00 (VHV-023) Að takast á við fiskeldi á Íslandi - Pallborðsumræður um fiskeldisiðnað á Íslandi (veitingar og kaffi í boði)
18:00-20:00 (Stúdentakjallarinn) Pub Quiz og lok Grænna Daga 2024.
Þemað í ár er sjálfbærni í hafinu. Komdu og taktu þátt í fjölbreyttri dagskrá um þetta mikilvæga málefni.