Fljótt flýgur fiskisagan

Hvenær
9. febrúar 2026 13:00 til 14:00
Hvar
Háskólatorg
Gangurinn hjá HT 101 í Háskóla Íslands
Nánar
Aðgangur ókeypis
Íslenska orðatiltækið „fljótt flýgur fiskisagan“ merkir að orðrómur breiðist hratt út. Orðrómar geta lifað sínu eigin lífi, stækkað og umturnast og mótað viðhorf fólks, jafnvel þótt þeir standist ekki nánari skoðun.
Staðalímyndir og fordómar innan háskólasamfélagsins virka oft á sama hátt. Þeir berast fólks á milli og verða sjálfsagður hlutir sem hafa raunveruleg áhrif á upplifun nemenda og starfsfólks.
Komdu og hjálpaðu okkur að greina á milli fiskisagna og staðreynda og í leiðinni skapa rými fyrir skilning og raunverulega inngildingu.
Háskóli Íslands & Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar.
Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.
Jafnréttisdagar
