Skip to main content

Einhugar – einhverfuhittingar

Einhugar – einhverfuhittingar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. febrúar 2026 14:00 til 15:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

VHV-107

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Eyrún Halla Kristjánsdóttir, fulltrúi Einhuga.

Einhugar – einhverfuhittingar. Spjall hittingar fyrir fólk sem skilgreinir sig einhverft hvort sem það hefur greiningu eða ekki. Fundirnir eru ætlaðir fyrir einhverfa stúdenta sem gætu rætt það sem þau eru að takast á við í náminu og geta jafnvel fundið lausnir saman á þeim vandamálum sem þau eru að takast á við, stutt og hjálpað hvert öðru.

Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.


Gott aðgengi. P-stæði, rafmagnsopnun, lyfta og leiðarlínur í gólfi. Færanleg borð og stólar, ekki halli á sal. Gluggi sem snýr inn í bygginguna sjálfa. Aðgengileg salerni á sömu hæð, og ókyngreind salerni á 1. hæð. hæð. Veröld er einnig aðgengileg í gegnum göng frá 1. hæð Háskólatorgs.

Sjá dagskrá í heild á jafnréttisdagar.is.