Doktorsvörn í matvælafræði - Hang Thi Nguyen
Aðalbygging
Hátíðasalur
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 ver Hang Thi Nguyen doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðín ber heitið: Ný prótein til manneldis úr hliðarstraumum fiskvinnslu og vannýttum fisktegundum. Novel protein sources from fish processing side streams and underutilised species for human consumption.
Andmælendur eru dr. Heidi Nielsen, rannsóknarstjóri Nofima í Tromsö, Noregi og dr. Ida-Johanne Jensen, aðstoðar prófessor við NTNU/UiT í Þrándheimi, Noregi.
Umsjónarkennari var María Guðjónsdóttir og leiðbeinandi Sigurjón Arason, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor.
Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Hang Thi Nguyen ver doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. apríl.