Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Tinna Reynisdóttir

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Tinna Reynisdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. október 2024 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 24. október 2024 ver Tinna Reynisdóttir doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Undirliggjandi sjúkdómsmyndun og ákvörðun mótanleika tauga-svipgerðar í Wiedemann-Steiner heilkenni. Mechanistic basis and evaluation of neurological malleability of Wiedemann-Steiner syndrome.

Andmælendur eru dr. Shigeki Iwase, dósent við University of Michigan í Bandaríkjunum, og dr. Andrew Mccallion, prófessor við Johns Hopkins University í Bandaríkjunum.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Hans Tómas Björnsson. Auk hans sátu í doktorsnefnd Ásbjörg Ósk Snorradóttir, lektor, Bergþóra Eiríksdóttir, dýralæknir, Eiríkur Steingrímsson, prófessor og Wendy Jones, sérfræðingur í klínískri erfðafræði.

Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Ágrip

Wiedemann-Steiner heilkenni (WDSTS) er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur greindarskerðingu sem enn reynist ólæknandi og lítið er vitað um sjúkdómsmyndun þess. Orsakir WDSTS eru arfblendnar stökkbreytingar í geni sem táknar fyrir ensíminu lysín-histónumetýltransferasa 2A (KMT2A). Birtingarmynd WDSTS felur í sér margvísleg líkamleg einkenni, t.d. vaxtarskerðingu, vöðvaslappleika, meltingarfæravandamál, afbrigðilega andlitsdrætti og aukinn hárvöxt. Markmið þessarar doktorsritgerðar var að dýpka skilning okkar á sjúkdómsmyndun WDSTS með ýmsum aðferðum og auka þannig þekkingu á þessu sjaldgæfa heilkenni. Kynntar eru nýjar niðurstöður sem sýna fram á hlutverk CXXC hneppisins í sjúkdómsmyndun WDSTS, auk þess er varpað ljósi á áður óþekkt hlutverk KMT2A í taugakambsþróun. Það tókst að búa til nýtt músamódel fyrir WDSTS (Kmt2a+/LSL) og er því lýst í smáatriðum ásamt því að sýnt er fram á mótanleika taugasvipgerðar músamódelsins á fósturstigi. Fyrir vikið ætti að vera fýsilegt að þróa meðferðarúrræði við WDSTS í framtíðinni.

Abstract

Wiedemann-Steiner syndrome (WDSTS) is a rare genetic cause of intellectual disability, with no cure and little research on the disease mechanism to this date. WDSTS is caused by heterozygous variants in the gene encoding for the epigenetic regulator lysine- histone methyltransferase 2A (KMT2A). Individuals with WDSTS present with a range of symptoms widely affecting the body such as growth retardation, distinct craniofacial features and GI symptoms, which can prove difficult to manage and impacts their quality of life. In this project we aimed to gain a deeper understanding of the underlying disease mechanism of WDSTS using several different methods and to expand on the current knowledge of this rare syndrome. We provide new evidence for the role of the CXXC domain of KMT2A in WDSTS pathogenesis, as well as shedding light on new roles of KMT2A in biological processes such as neural crest development. We created and characterized a novel mouse model (Kmt2a+/LSL) for researching WDSTS in vivo as well as providing compelling evidence of in utero malleability of the neurological dysfunction, making WDSTS a promising candidate for future therapeutic opportunities.

Um doktorsefnið

Tinna Reynisdóttir er fædd árið 1997 í Reykjavík. Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 2017. Tinna lauk B.Sc. prófi í lífeindafræði við Háskóla Íslands árið 2020 og starfaði samhliða grunnnámi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Með því að skrá sig í samþætt meistara- og doktorsnám við Háskóla Íslands hóf Tinna meistaranám sitt í ágúst 2020 og síðan doktorsnám í október 2021 við rannsóknarstofu dr. Hans Tómasar Björnssonar. Tinna lauk M.Sc. gráðu í lífeindafræði vorið 2022. Foreldrar Tinnu eru Valgerður Sveinsdóttir og Reynir Daníelsson.

Tinna Reynisdóttir ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands fimmtudaginn 24. október

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Tinna Reynisdóttir