Skip to main content

CodeRefinery Workshop

CodeRefinery Workshop - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. september 2025 9:00 til 11. september 2025 13:30
Hvar 

Gróska

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Yfirlit vinnustofu
Ertu að skrifa forrit og vinna með gögn í rannsóknarvinnu þinni? Eyðir þú of miklum tíma í leiðinleg handvirk verkefni? Áttu erfitt með að skilja og endurnýta þinn eigin kóða eða annarra?

Taktu þátt í ókeypis netnámskeiði CodeRefinery og lærðu á nútímaleg verkfæri og bestu starfsvenjur til að skrifa rannsóknarkóða sem endist – og sem aðrir geta  notað.

-> 9.–11. september (09:00–13:30) og 17., 24. september, 1., 8., 15., 22. október (10:00–12:30) 2025 (íslenskur tími).

Þessi hagnýta vinnustofa kynnir verkfæri og tækni sem hjálpa þér að skrifa rannsóknarkóða sem er FAIR (Finnanlegur, Aðgengilegur, Samhæfður og Endurnýtanlegur).

Workshop Schedule:

  • Sep 9-10   Inngangur að útgáfustýringu með Git
  • Sep 11      Samvinna með dreifðri útgáfustýringu
  • Sep 17      Endurframkvæmanlegar rannsóknir: Undirbúningur kóða til framtíðar notkunar
  • Sep 24     Samfélagsleg forritun og opin hugbúnaður: Hvernig geturðu fengið höfundarviðurkenningu fyrir kóðann þinn og gert hann endurnýtanlegan
  • Oct 1        Hvernig skal skjala rannsóknarhugbúnað
  • Oct 8        Jupyter notebook: Tól til að skrifa og deila keyranlegum kóða og gagnasjónræningu
  • Oct 15      Sjálfvirkar prófanir: Forvarnir gegn því að þú eða aðrir skemmi virkan kóða
  • Oct 22     Einingaskipt forritun: Auðveldari endurnýting á hluta af kóðanum þínum

Fyrir hvern?

  • Nema á öllum stigum: grunn-, meistara- eða doktorsnám
  • Rannsakendur úr öllum greinum og á öllum starfsstigum
  • Hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar sem vinna að vísindatengdri þróun
  • Starfsfólk í tæknilegum eða stjórnsýslulegum hlutverkum sem styður rannsóknir
  • Allir sem hafa áhuga á útgáfustýringu, endurtekningarhæfni og samvinnuforritun

Hagnýtar upplýsingar:

  • Vinnustofan er ókeypis og er opin öllum
  • Þú getur tekið þátt á netinu EÐA komið í staðlotu í tölvunarfræðideild Háskóla Íslands í Grósku fyrstu vikuna – þar verða leiðbeinendur á staðnum
  • Skráðir þátttakendur frá Íslandi fá boð í staðlotuna þegar nær dregur
  • Allir tímar eru kenndir á ensku

Skráning

Skipuleggjendur (Ísland):

Hafa samband
Hafðu samband við myneni(hjá)hi.is ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnustofuna.            

Sækja PDF með upplýsingum um viðburðinn here.