Barsvar í Heilaviku
Hvenær
13. mars 2019 17:00 til 19:00
Hvar
Háskólatorg
Stúdentakjallarinn
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í tilefni af Heilavikunni (Brain Awareness Week) ætlar Sálfræðideild Háskóla Íslands að bjóða til heilabarsvars (Brain Pub Quiz) miðvikudaginn 13. mars! Komið og fræðist um heilann og/eða sýnið hvað þið vitið um hann nú þegar.
Barsvarið byrjar kl. 17 og er miðað við að fjórir séu saman í liði (við hjálpum þér að finna liðsfélaga ef þarf). Vinningsliðið fær 10.000 kr úttekt í Stúdentakjallaranum sem hægt er að nýta í kaup á mat og drykk.
Allir velkomnir!
Sálfræðideild Háskóla Íslands efnir til barsvars um heilann í tilefni af Heilavikuninni (Brain Awareness Week) miðvikudaginn 13. mars kl. 17.