Alþjóðatorgið 2025

Háskólatorg
Á Alþjóðatorginu gefst nemendum kostur á að kynna sér ótal tækifæri á skiptinámi, starfsþjálfun og styttri námsdvölum, auk náms á eigin vegum.
Skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til taks og svara spurningum. Starfsfólk Alþjóðasviðs auk starfsfólks sviða og deilda innan HÍ verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um spennandi tækifæri á námsdvöl erlendis.
Starfsfólk Háskólans getur auk þess kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.
Lukkuhjól og alþjóðlegt smakk
Á torginu geta gestir snúið lukkuhjóli og freistað gæfunnar - glæsilegir vinningar í boði! Þá verður hægt að smakka allskyns alþjóðlegt góðgæti á kynningarbásunum.
Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu.