Skip to main content

Alþjóðatorgið 2023

Alþjóðatorgið 2023 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. nóvember 2023 11:30 til 13:30
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Alþjóðatorgið er hluti af Alþjóðadögum HÍ dagana 8.-10. nóvember

Á Alþjóðatorginu gefst nemendum kostur á að kynna sér tækifæri á skiptinámi, starfsþjálfun og sumarnámi, auk náms á eigin vegum. 

Skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu. Svið og deildir innan HÍ og starfsfólk Alþjóðasviðs verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um námsdvöl erlendis.

Starfsfólk Háskólans getur kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.

Happdrætti
Þátttakendur í happdrættinu eiga möguleika á að vinna gjafakort frá Sky Lagoon, Fontana Spa á Laugarvatni, Hvalaskoðun með Eldingu, Skautahöllinni í Laugardal, Neó Pizza, Hraðlestinni, Bóksölu stúdenta, Dominos, Zolo og fleira!

Jón Atli Benediktsson, rektor, býður gesti velkomna.

Flautuleikarinn Anna Maria flytur pólsk popplög og Mariola Fiema, lektor í pólskum fræðum stýrir skemmtilegri spurningakeppni um Pólland.

Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu.

Alþjóðatorgið 2023