Skip to main content

Alþjóðadagar 2025

Alþjóðadagar 2025 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. nóvember 2025 10:00 til 7. nóvember 2025 23:30
Hvar 

Háskólasvæðið

Nánar 
Öll velkomin

Alþjóðadagar eru árviss viðburður í Háskóla Íslands en markmið þeirra er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim.

Á dagskrá verða kynningar á möguleikum á námi erlendis, alþjóðatorg, barsvar, karaókí og margt fleira.

DAGSKRÁ
Kynningar á skiptinámi og starfsþjálfun, sem eru opnar nemendum HÍ, verða í gangi alla dagana. Þá verða styttri námsdvalir kynntar en þeim er ætlað að gera enn fleirum kleift að taka hluta af náminu erlendis. 

Nemendur sem nú eru í skiptinámi og starfsþjálfun taka yfir Instagram Alþjóðasviðs og Háskólans og veita innsýn í námsdvöl erlendis og svara spurningum áhugasamra. 

Stúdentakjallarinn verður jafnframt einn af miðpunktum Alþjóðadaga þar sem fjörið mun ráða ríkjum. 

ALÞJÓÐATORGIÐ
Fimmtudaginn 6. nóvember er svo komið að hápunkti Alþjóðadaga á Háskólatorgi milli kl. 11.30-13.30. Þar geta nemendur kynnt sér skiptinám, starfsþjálfun og styttri dvalir, auk náms á eigin vegum.

Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu. Svið og deildir innan HÍ og starfsfólk Alþjóðasviðs verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um námsdvöl erlendis.

Starfsfólk Háskólans getur kynnt sér möguleika á Erasmus+ kennara- og starfsmannaskiptum.

Lukkuhjól og alþjóðlegt smakk
Á torginu geta gestir snúið lukkuhjóli og freistað gæfunnar - glæsilegir vinningar í boði! Þá verður hægt að smakka allskyns alþjóðlegt góðgæti á kynningarbásunum.

Dagskrá 

Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim.

Alþjóðadagar 2025