Skip to main content

Þroskaþjálfafræði - Aukagrein

Þroskaþjálfafræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Þroskaþjálfafræði

Aukagrein – 60 einingar

Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Saga og fötlun: Þróun hugmynda og kenninga (ÞRS119G)

Í þessu námskeiði er markmiðið að gefa nemendum sögulega yfirsýn yfir þróun ólíkra hugmynda og kenninga um fötlun og með hvaða hætti þær  hafa mótað líf og aðstæður fatlaðs fólks, viðhorf til þess og stöðu í samfélaginu fyrr og nú. Séstök áhersla verður á tímabilið frá því í upphafi 20. aldar og fram til dagsins í dag. Í því skyni verður sjónum meðal annars beint að  mannkynbótastefnu, sjúkdómsvæðingu fötlunar, stofnanavæðingu og hugmyndafræði um eðlilegt lif og samfélagsþátttöku (normaliseringu). Auk þess verður fjallað um mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í námskeiðinu er byggt á félagslegum skilningi fötlunarfræðinnar og fjallað verður um ýmsa félagslega og menningarlega þætti tengda fötlun. Í námskeiðinu er lögð sérstök áhersla á að tengja sögulegar hugmyndir og kenningar við daglegt líf og reynslu fatlaðs fólks.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hlöðver Sigurðsson
Tinna Kristjánsdóttir
Helena Gunnarsdóttir
Hlöðver Sigurðsson
Þroskaþjálfafræði nám

Námið í þroskaþjálfafræði hefur opnað nýjar víddir í mínu starfi  sem aðstoðarmaður fólks með fötlun. Það hefur einnig fengið mig til að sjá hversu gríðarlega breiður og mikilvægur vettvangur það er sem þroskaþjálfar starfa á.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.