Skip to main content

Need

NEED er skammstöfun fyrir verkefnið Northern Environmental Education Development project sem á íslensku mætti þýða sem Uppbygging náttúruskóla og umhverfismenntar á norðurslóðum. NEED er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni Íslendinga, Finna, Norðmanna og Íra. Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme 2007-2013) er aðalstyrktaraðili þess. Verkefninu er ætlað að þróa nýjar og frumlegar aðferðir til þess að miðla þekkingu um umhverfi og náttúru  friðlýstra svæða til þeirra ferðamanna, nemenda og annarra aðila sem sækja þau heim eða búa í nágrenni þeirra.

Miðpunktur verkefnisins hér á landi er Vatnajökulsþjóðgarður og eru helstu samstarfsaðilar hérlendis Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði (verkefnisstjórn), Þekkingarsetur Þingeyinga (norðursvæði), Þekkingarnet Austurlands (austursvæði), Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu (suðursvæði) og Kirkjubæjarstofa (vestursvæði). Á hverju svæði eru jafnframt staðbundnir klasar.      

Tengt efni