Skip to main content

Málþing: Listkennsla fyrir loftslagið

Málþing: Listkennsla fyrir loftslagið  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. febrúar 2026 12:30 til 16:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþingið Listkennsla fyrir loftslagið verður haldið í Norræna húsinu 7. febrúar 2026. Þar koma saman sjónarhorn á listkennslu og loftslagsvitund, innblásið af sýningunni Gárur: Umbeytingar á Norðurslóðum.

Norðurslóðir eru að breytast hratt. Jöklar bráðna og veður breytast. Þessar breytingar breiðast út eins og gárur og hafa áhrif á fólk, dýr og allan hnöttinn. Sýningin Gárur, Umbeytingar á Norðurslóðum sýnir hvernig listamenn kanna þessar breytingar. Hún minnir okkur á að litlar aðgerðir skipta máli og að við deilum öll ábyrgð á framtíð Norðurslóða.

Skipuleggjendur: Ásthildur B. Jónsdóttir og Hanna Ólafsdóttir
Samstarfsaðilar: FÍMK, Listaháskóli Íslands, Menntavísindasvið HÍ og ASAD.