Menntakvika 2025 - Ráðstefna í menntavísindum

SAGA
Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, verður haldin í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs, fimmtudag, föstudag og laugardag 2., 3. og 4. október 2025, í 29. skipti. Skapandi leiðir í skóla og frístundastarfi: Mótum nýja framtíð er yfirskrift Menntakviku í ár og verða 235 erindi flutt í 57 málstofum auk þess sem boðið verður upp á 20 skapandi smiðjur á Menntakviku laugardaginn 4. október.
Markmið ráðstefnunnar Menntakviku er að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum hverju sinni. Í ár fögnum við einnig flutningum í Sögu og bjóðum gestum að skoða húsnæðið og þá möguleika sem það hefur upp á að bjóða.
Dagskrá Menntakviku 2025
2. október kl. 14:30-16:00 - Opnunarmálstofa Menntakviku: Kennaramenntun í deiglunni - Hvar stöndum við? Stofa 114, 1. hæð í Sögu.
Sjá nánar dagskrá opnunarmálstofu Menntaviku
3. október kl. 9:00-17:00 í Sögu - Ráðstefna: Málstofur og erindi Menntakviku - Sjá dagskrá ráðstefnu hér
4. október kl. 11:00-13:00 - Skapandi smiðjur Menntakviku í Sögu. Sjá dagskrá hér
Nýjung á Menntakviku í ár
Laugardaginn 4. október verður boðið upp á skapandi smiðjur í glæsilegu nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu og gefst dýrmætt tækifæri til samvinnu fræða og fagvettvangs.
Menntavísindasvið býður öllum sem stunda rannsóknir í menntavísindum og tengdum fagsviðum til þátttöku á ráðstefnunni, sem og öllu starfsfólki annarra stofnana sem rannsaka eða vinna með viðeigandi málefni. Hægt verður að fylgjast með málstofunum á zoom, málstofurnar verða ekki teknar upp.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Mennakviku
Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis.
Verið öll velkomin á Menntakviku í Sögu!
Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, verður haldin í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs, fimmtudag, föstudag og laugardag 2., 3. og 4. október 2025, í 29. skipti. Skapandi leiðir í skóla og frístundastarfi: Mótum nýja framtíð er yfirskrift Menntakviku í ár og verða 235 erindi flutt í 57 málstofum auk þess sem boðið verður upp á skapandi smiðjur á Menntakviku laugardaginn 4. október.
