Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: Christopher Clark

Fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Christopher Clark, Regius prófessor í sagnfræði við Cambridge-háskóla, flytur Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar árið 2025. Heiti erindisins er „Byltingarnar árið 1848 í baksýnisspeglinum“ („1848 in the Rearview Mirror: Resonances of a Nineteenth-Century Revolution“). Viðburðurinn, sem haldinn er á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi og hefst kl. 16.00.
Um fyrirlesturinn á íslensku
Vorið 1848 er í senn spennandi og ógnvekjandi tímabil í sögu Evrópu. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í borgum Evrópu – allt frá Palermó til Parísar – og á svipstundu riðuðu stjórnkerfi ríkja álfunnar til falls. Þegar litið er til baka yfir nútímasöguna virðast atburðir og persónur stöðugt fjarlægjast okkur. En staðreyndin er sú að við eigum ekki í línulegu sambandi við fortíðina. Söguleg atvik sem virðast löngu gleymd geta síðar endurheimt mikilvægi sitt og öðlast nýtt líf. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvaða erindi saga Evrópu á nítjándu öld á við samtímann með sérstakri áherslu á byltingarnar sem skóku ríki Evrópu árin 1848–1849.
Um fyrirlesturinn á ensku
There can be few more exciting or frightening moments in European history than the spring of 1848. As if by magic, in city after city, from Palermo to Paris, huge crowds gathered, sometimes peaceful and sometimes violent, and the political order that had held sway since the defeat of Napoleon simply collapsed.
Viewed on a calendar or a timeline, the events and the people of history seem to recede from us, growing ever more distant. But the truth is that we have a non-linear relationship with the past. There are moments when a history that seemed finished and locked into the past suddenly moves into our vicinity. In this talk, I reflect on the present-day relevance of nineteenth-century European history and in particular of the revolutions that rocked the countries of Europe in 1848–1849.
Um fyrirlesarann
Christopher Clark er ástralskur sagnfræðingur og leiðandi fræðimaður á sviði sögu Þýskalands og Evrópu. Hann hefur gegnt embætti Regius prófessors í sagnfræði við Cambridge-háskóla frá árinu 2014. Clark er höfundur fjölmargra bók, þar á meðal The Sleepwalkers: How Europe Went to War in 1914, Revolutionary Spring: Fighting for a New World 1848–1849 og Iron Kingdom: The Rise and Downfall of Prussia, 1600–1947. Rit hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála, vakið alþjóðlega athygli og hlotið fjölda verðlauna, meðal annars Wolfson-verðlaunin og þýsku sagnfræðiverðlaunin.
Christopher Clark, Regius prófessor í sagnfræði við Cambridge-háskóla, flytur Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar árið 2025.
