Skip to main content

Viðurkenning fyrir bestu meistararitgerðir um Mannréttindasáttmála Evrópu

Viðurkenning fyrir bestu meistararitgerðir um Mannréttindasáttmála Evrópu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. ágúst 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Að frumkvæði Oddnýjar Mjallar Arnardóttur, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, og fyrrum prófessors við Lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, hafa lagadeildirnar undirritað samning við Mannréttindadómstólinn um starfsþjálfun. Starfsþjálfun við dómstólinn býðst einum brautskráðum kandídat árlega frá hvorri deild sem viðurkenning fyrir framúrskarandi meistararitgerð um Mannréttindasáttmála Evrópu.

Árið 2025 hljóta þessa viðurkenningu Birta Steinunn Ragnarsdóttir frá Lagadeild HÍ fyrir ritgerðina Má ég segja frá? Tjáningarfrelsi í tengslum við kynferðisofbeldi með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og íslenskra dómstóla og Svala Davíðsdóttir frá Lagadeild HR fyrir ritgerðina Mannréttindi og loftslagsbreytingar: greining á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Verein KlimaSeniorinnen gegn Sviss.

Á málstofunni mun Oddný Mjöll kynna starfsþjálfunina. Þá munu Birta Steinunn og Svala taka við viðurkenningum og fjalla um efni ritgerða sinna.