Skip to main content
25. júní 2025

Gróska í námi á Menntavísindasviði 

Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson

Brautskráning frá Menntavísindasviði HÍ og tæplega 1700 umsóknir bárust. Laugardaginn 14. júní síðastliðinn brautskráði Háskóli Íslands nærri 2.800 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi og brautskráðust 711 kandídatar frá Menntavísindasviði. Auk þess brautskráðust 41 með viðbótardiplóma í þroskaþjálfafræði til starfsleyfis sem þroskaþjálfar. 

Fjórar deildir tilheyra Menntavísindasviði og var skipting kandítata með eftirfarandi: 

148 brautskráðust frá Deild faggreinakennslu   

99  brautskráðust frá Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda   

228 brautskráðust frá Deild kennslu- og menntunarfræði   

184 brautskráðust frá Deild menntunar og margbreytileika   

Þess má geta að 224 brautskráðust úr framhaldsnámi, 134 með viðbótardiplómu, 67 með grunndiplómu og 234 úr grunnnámi á Menntavísindasviði. Í hópnum voru 134 karlar, 552 konur og 1 kynsegin/annað.  

Aukning hefur verið í kennaranám undanfarin ár og brautskráðust 358 úr kennaranámi: 

82 brautskráðust úr leikskólakennarafræði 

68 brautskráðust með sérhæfingu í kennslu yngri barna 

120 brautskráðir úr kennaranámi frá Deild faggreinakennslu    

45 brautskráðir með próf í menntun framhaldsskólakennara   

13 brautskráðust sem íþróttakennarar  

30 brautskráðust sem iðnmeistarar  

Nýjum þroskaþjálfum fagnað 

Sú hefð hefur skapast að Menntavísindasvið stendur að sérstakri brautskráningarathöfn í samvinnu við Þroskaþjálfafélag Íslands til að fagna nýjum þroskaþjálfum. Er það gert þar sem þau brautskrást með viðbótardiplóma í þroskaþjálfafræði og taka því ekki við skírteinum í Laugardalshöll. Við útskriftina 14. Júní sl. brautskráðust 41 úr þroskaþjálfafræði og öðluðust þar með réttindi til að sækja um starfsleyfi sem þroskaþjálfar.   

Ágæt aðsókn í nám á Menntavísindasviði 

Umsóknarfrestur vegna grunnnáms rann út þann 5. júní og um flestar námsleiðir í framhaldsnámi þann 15. apríl. Menntavísindasviði HÍ bárust 829 umsóknir í grunnnám sem er um 7% fjölgun milli ára. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins örlítið færri en í fyrra, eru 848 talsins og fækkar um 5% á milli ára.   

Veruleg aukning í leikskólakennaranám og alþjóðlegt nám 

Umsóknum um grunnnám í leikskólakennarafræði fjölgaði hlutfallslega milli ára eða 38%, og hyggja tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði.  

Örnám ryður sér til rúms 

Af þeim 9000 umsóknum sem Háskóla Íslands bárust eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Menntavísindasviði bárust 160 umsóknir um örnám. Á meðal þess örnáms sem kennt er við sviðið má nefna: Farsæld og fjölbreytt samfélag, Kennsla barna með fjölbreyttan bakgrunn, kennsla íslensku og læsi, stjórnun menntastofnana, heilbrigði og heilsuuppeldi.  

Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning á Menntavísindasviði 14. júní 2025  MYND/Kristinn Ingvarsson