Verkfærakista um sjálfbærni í styrkjasókn

Háskólatorg
HT-101
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands og Rannsóknaþjónusta Félagsvísindasviðs bjóða til kynningarfundar og samtals um nýja verkfærakistu um sjálfbærni í styrkjasókn.
Verkfærakistan er hagnýtt stuðningstæki fyrir rannsakendur á Félagsvísindasviði sem sækja um styrki í innlenda og erlenda samkeppnissjóði þar sem sjálfbærni og heimsmarkmiðin eru mikilvægir þættir. Verkfærikistunni er ætlað að efla sjálfbærni og styrkjasókn með því að auðvelda rannsakendum að bera kennsl á tækifæri til að innleiða sjálfbærnivídd í rannsóknir sínar. Í henni eru einnig að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að draga fram sjálfbærniáhrif rannsóknar þegar sótt er um styrki.
Á fundinum verður verkfærakistan formlega gefin út og kynnt, en að því loknu verður boðið upp á kaffispjall.
Öll velkomin!