Skip to main content
6. október 2023

Sálfræðiráðgjöf háskólanema líka fyrir börn stúdenta

Sálfræðiráðgjöf háskólanema líka fyrir börn stúdenta - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sálfræðiþjónusta við börn háskólanema hefur nú verið aukin talsvert hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema. Þar veita MS-nemar í klínískri barnasálfræði þjónustu undir handleiðslu Dagmarar Kr. Hannesdóttur, lektors við Sálfræðideild og sérfræðings í klínískri barnasálfræði, en hún státar af 20 ára starfsreynslu á þessu sviði. Í boði er ráðgjöf og bein meðferð fyrir foreldra og börn og unglinga á aldrinum 3-18 ára við eftirfarandi vanda: 

  • Kvíða, fælni og áráttu-þráhyggju
  • Depurð og slakri sjálfsmynd
  • ADHD og erfiðri hegðun
  • Samskipta- og félagsfærniþjálfun 

Nemendur greiða aðeins kr. 1.500 fyrir hvern tíma sem er umtalsvert lægra en á hinum almenna markaði.

Ef annar en ofangreindur vandi er til staðar er hægt að hafa samband við Sálfræðiráðgjöfina og þá verður metið hvort hægt sé að veita aðstoð við honum. Athugið að ekki fer fram formlegt greiningarferli á vegum Sálfræðiþjónustunni varðandi ADHD, einhverfu, námserfiðleika eða þroskafrávik. 

Hægt er að senda inn beiðni um þjónustu hér 

""