Skip to main content
1. mars 2023

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2023

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2023 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands verður haldinn í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, 17. Mars nk. Milli 10 og 12.30.

Fundinum verður einnig streymt. Tengist fundinum hér.

Ársfundargestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.

Dagskrá

  • 10.00 – 10.05 Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ býður gesti velkomna
  • 10.05 – 10.15 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
    Opnunarávarp ársfundar
  • 10:15-10:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar
    Ávarp ráðherra
  • 10.25 – 10.45 Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi
    Austurland – efniviður rannsókna. Um ýmis tækifæri til vísindarannsókna á Austurlandi
  • 10.45 – 11.05 Jón Jónsson, þjóðfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum
    Táknmyndir á villigötum: Ímynd svæða og sjálfsmynd íbúa
  • 11.05 – 11.20 Rannveig Þórhallsdóttir, verkefnisstjóri við Rannsóknasetur HÍ á Austurlandi og doktorsnemi
    Árþúsund við Atlantshaf. Rannsókn á forn-DNA úr mannvistarlögum í fornleifafræðilegu samhengi
  • 11.20 – 11.35 Theresa Henke, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum
    Involving stakeholders in the research on non-native European flounder (Platichthys flesus) in Iceland
  • 11.35– 11. 50 María Helga Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri við Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík
    Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands: Uppbygging vísindasafns á Breiðdalsvík
  • 11.50 – 12.10  Tómas G. Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi, Aldís Erna Pálsdóttir, nýdoktor við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi og Lilja Jóhannesdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands
    Áskoranir og tækifæri við vernd mófugla á mannöld
  • 12.10 – 12. 30 Pallborðsumræður með þátttöku Björns Ingimarsson, bæjarstjóra Múlaþings, Jónu Árnýjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar, Kristínar Ágústsdóttur, forstöðumanns Náttúrustofu Austurlands og Guðmundar Hálfdanarsonar, formanns ráðsgefandi nefndar Stofnunar rannsóknasetra HÍ

Fundarstjóri er Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ.

Ársfundinum verður einnig streymt. Tengist funinum hér.

Boðið er upp á súpu í hádeginu.

""