Skip to main content
22. desember 2022

Jóla- og nýárskveðja frá Menntavísindasviði

Jóla- og nýárskveðja frá Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Árið 2022 var viðburðaríkt og skipulögðu starfsfólk og nemendur sviðsins fjölda viðburða sem höfðu fengið að bíða í heimsfaraldri. Metfjöldi var brautskráður frá Menntavísindasviði í júní, eða um 670 kandítatar. NERA, stærsta norræna menntaráðstefna var á haldin í júní sl. og sóttu hátt í eitt þúsund manns ráðstefnuna. Rýnt var í mikilvægi menntarannsókna  á opnunarhátíð Menntakviku í október með þátttöku mennta- og barnamálaráðherra og háskóla- og nýsköpunarráðherra. Fjölbreyttar menntarannsóknir voru kynntar sem snerta flest svið samfélagsins, s.s. jafnrétti, uppeldi og menntun, nám og kennslu, skóla- og frístundastarf, íþróttir, heilsu og velferð ungra sem aldna.
Eitt af því sem einkenndi starfsemi sviðsins á árinu er öflugt samstarf við samfélagið. Menntafléttan hefur vaxið og dafnað á árinu og eflir námssamfélög kennara og fagfólks um allt land; Mixtúra, tækni- og sköpunarsmiðja Skóla- og frístundasviðs flutti í Stakkahlíð og Nýsköpunarstofa menntunar hélt innreið sína í Vísindagarða HÍ. 
Framundan á nýju ári 2023 eru spennandi verkefni, ekki síst áframhaldandi undirbúningur að flutningi sviðsins í Sögu sem áætlaður er árið 2024. Stefnt er að því að í Sögu muni hjarta menntunar, íþrótta og velferðar slá áfram í takti við þarfir og væntingar samfélagsins alls.
Ég færi starfsfólki sviðsins og samstarfsaðilum innilegar þakkir fyrir samstarfið á árinu. Megi árið 2023 vera gæfuríkt.
Hátíðarkveðjur,

Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Forseti Menntavísindasviðs

Fréttir af Menntavísindasviði 2022

Vandræðaálfur veldur usla

Bókasafn Menntavísindasviðs fékk óvæntan gest í desember þegar vandræðaálfurinn hreiðraði þar um sig, breytti jólatré í eldfjall, sólaði sig í jógahorninu, gerði origami, og breytti einkunn á lokaprófi sínu. Fregnir af álfinum má lesa á fésbókarsíðu bókasafnsins.

Flutningur Menntavísindasviðs í Sögu
Mikill undirbúningur undir flutning Menntavísindasviðs í Sögu hefur átt sér stað á árinu. Málþing var haldið um skipulag og hönnun námsumhverfa háskóla í Stakkahlíð. Misserisþing ársins voru bæði helguð flutningi í Sögu og hefur töluverð forvinna því átt sér stað. Sjá fréttir:
Framtíðar náms- og kennsluumhverfi háskóla
Flutningur Menntavísindasviðs í nýja Sögu

NERA haldin á Íslandi
Stærsta menntaráðstefna á Norðurlöndum haldin á Íslandi dagana 1.- 3. júní. Menntavísindasvið hélt ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár var: Menntun og þátttaka á óvissutímum.
Sjá frétt:
Stærsta menntaráðstefna á Norðurlöndum NERA

Sókn á sviði nýsköpunar menntunar
Ný starfseining Nýsköpun og menntasamfélag var sett á laggirnar sem styður við nýsköpun á sviði menntunar, kennsluþróun og starfsþróun. Sjá heimasíðu: 
www.nymennt.hi.is

Þá hóf Nýsköpunarstofa menntunar starfsemi sína. Sjá frétt: 
Nýsköpunarstofa menntunar stofnuð

Leikskólinn í deiglunni
Viljayfirlýsing var undirrituð um þróun og innleiðingu fagháskólanáms í leikskólakennarafræðum á landsvísu. Fjallað var um rannsóknir á sviði leikskólakennarafræða og stöðu leikskólabarna. Metfjöldi leikskólakennara brautskráðist í júní á þessu ári.
Sjá fréttir:
Viljayfirlýsing undirrituð um fagháskólanám í leikskólakennarafræðum
Reynsla er metin og viðurkennd
Mörg börn telja sig vera lengi í leikskólanum
Fleiri vilja í leikskólakennaranám

Menntakvika
Á Menntakviku voru að vanda kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum. 
Sjá fréttir og umfjallanir: 
www.menntakvika.hi.is
Hvaða máli skipta menntavísindi?
Forseti MVS ræðir Menntakviku á Morgunvakt RÚV

Jafnréttisrannsóknir á Menntavísindasviði 
Út kom rannsókn um hvernig nýútskrifuðum konum í kennslu í vegni fyrstu tvö ár í starfi. 
Hvernig vegnar nýútskrifuðum konum í kennslu í starfi
Lýsingar mæðra á börnum sínum í opinberum viðtölum 1970-1979 samanborið við 2010-2019 var, kynnt á árinu. 
Úr sjálfstæðum og jafnréttissinnuðum í fullkomin og frábær börn
Fræðakonur á Menntavísindasviði gáfu út bókin Aðstæðubundið sjálfræði sem fjallar um líf og aðstæður fólks með þroskahömlun. 
Aðstæðubundið sjálfræði - ný bók komin út
Rannsókn sem beinist að feðrum sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum er í gangi. 
Rannsakar ofbeldi feðra í nánum samböndum
Orðræðan um hinsegin fólk rannsökuð í sögulegu ljósi. 
Frá kynferðislegum útlögum til fyrirmyndarborgara
Unnið var að viðamikilli rannsókn um fötlun á tíma faraldurs. 
Fatlað fólk ekki haft með í viðbragðsáætlunum í hamförum

Nemendur héldu sýninguna #Égvilvinna

Nemendur Menntavísindasviðs í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun buðu til útskriftarráðstefnu 10. maí og sýning nemenda #Égvilvinna opnaði á Háskólatorgi í október. Sjá frétt:

Sýningin #Égvilvinna opnuð á Háskólatorgi

Samstarf um nám, læsi og þroska

Menntafléttan ferðaðist um landið og studdi við námssamfélög kennara og fagfólks í skóla- og frístundastarfi. Sjá frétt:

Menntafléttan fjölbreytt og áhugaverð

Læsi er lykill að menntun ráðstefnan var haldin í byrjun mars og læsisneisti var kveiktur í Vestmannaeyjum með verkefninu Kveikjum neistann. Sjá frétt:

Læsi er lykill að menntun

Austur-Vestur sköpunar- og tæknismiðjur er spennandi verkefni í Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla og Selásskóla þar skólastarf er þróað í samvinnu við fræðafólk af Menntavísindasviði. Sjá frétt:

Austur-Vestur sköpunar og tæknismiðjur

Íslenskubrú sett á laggirnir í samvinnu við Hugvísindasvið.

Sjá frétt:

Íslenskubrú yfir í kennslu- og uppeldisstörf

Fjölbreyttar rannsóknir á sviði heilsueflingar, forvarna og líðan barna og ungmenna

Nærst var og notið í sjónvarpsþáttum á RÚV sem Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við MVS, stýrði og fjallað um bragðlaukaþjálfun.

Sjá fréttir:

Anna Sigríður kennir fólki að nærast og njóta á RÚV

Leikgleðin getur dregið úr matvendni

Fyrsta heildarskýrsla Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar var kynnt á haustdögum. Sjá frétt:

Neteinelti algengara meðal 6.bekkinga en 10.bekkinga

Fjallað var um svefnrannsóknir og heilsuhegðun ungra Íslendinga. Sjá frétt:

Íslensk ungmenni sofna seint og sofa stutt

Málþing og sérrit til heiðurs Jóni Torfa Jónassyni

Sjá frétt: Fjölmennt á málþingi til heiðurs Jóni Torfa

Hlekkur á sérrit:

Sérrit - Framtíð og tilgangur menntunar

Fjölmiðlarannsókn

Menntavísindastofnun framkvæmdi fjölmiðlarannsókn á árinu sem snéri m.a. að því hve mikið börn og ungmenni nota samfélagsmiðla. Sjá frétt:

Hversu skaðleg er notkun samfélagsmiðla?

Átta nýir lektorar ráðnir

Átta lektorar ráðnir

30 ára afmæli Tímarits um uppeldi og menntun

30 ára afmæli Tímarits um uppeldi og menntun

Mixtúra fékk aðsetur í Stakkahlíð

Samstarf Menntavísindasviðs við Reykjavíkurborg efldist til muna þegar Mixtúra, tækni- og sköpunarsmiðja, flutti inn í Stakkahlíð með teymi sérfræðinga.

Mixtúra fær aðsetur á Menntavísindasviði

Átta útskrifuðust með doktorspróf á árinu 2022

Sjá frétt:

Háskóli Íslands fagnar 86 brautskráðum doktorum á undangengnu ári

Fleiri fréttir má sjá á fésbókarsíðu Menntavísindasviðs