Skip to main content

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis - Lokapróf á meistarastigi

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis - Lokapróf á meistarastigi

Menntavísindasvið

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis sem þroskaþjálfi

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis er viðbótarnám fyrir þau sem hafa lokið BA-prófi í þroskaþjálfafræði og vilja öðlast starfsréttindi sem þroskaþjálfi. Í kjarnanámskeiðum er lögð áhersla á hagnýta vettvangstengingu og munu nemendur stunda vettvangsnám á starfsviði sem tengist því kjörsviði sem valið er.

Skipulag náms

X

Inngildandi rannsóknaraðferðir (ÞRS104F)

Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og  rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngildandi rannsóknaraðferðir (ÞRS104F)

Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og  rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sunna Líf Kristjánsdóttir
Sunna Líf Kristjánsdóttir
Þroskaþjálfafræði, Viðbótardiplóma til starfsleyfis

Mín helsta ástríða hefur  verið að vinna samhliða fólki, styðja þau og stuðla að valdeflingu þeirra í samfélaginu, og jafnvel að gera heimin að betri stað fyrir vikið. Námið er fjölbreytt og möguleikarnir á atvinnumarkaði endalausir þegar því er lokið.  Námið er skemmtilegt, dýpkar skilning á efninu og gerir mann að heildstæðari fagmanni fyrir starf sem er svo gríðarlega mikilvægt, fjölbreytt og gefandi.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.