Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra
Fyrirlestrarsalur Nýheima, Litlubrú 2, Höfn
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og 20 ára afmælismálþing Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði verður haldið miðvikudaginn 23. mars nk.
Fundurinn verður sendur út í streymi.
Dagskrá
13:00-13.02 Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði býður gesti velkomna
13:02-13:11 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Opnunarávarp
13:11-13:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar
Ávarp ráðherra
13:20-13:40 Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði
Fyrirlestur um sjónrænar jöklarannsóknir
13:40-14:00 Filipa Samarra, sérfræðingur við Stofnun rannsóknasetra HÍ, Vestmannaeyjum
Fyrirlestur um sjónrænar hvalarannsóknir
14:00-14:20 Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Fyrirlestur um sjónrænar fuglarannsóknir
Kaffihlé 14:20-14:40
14:40-14:50 Aldís Erla Pálsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi.
Kynning á doktorsverkefni
14:50-15:00 Maite Cerezo Araujo, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi.
Kynning á doktorsverkefni
15:00-15:20 Jón Jónsson, þjóðfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum
Óáþreifanlegar sögur og menningararfur í landslaginu.
15:20-15:30 Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ
Stefna Háskóla Íslands – HÍ og rannsóknasetrin
15:30-16:00 Pallborðsumræður með þátttöku Matthildar Ásmundardóttur bæjarstjóra, Eyjólfs Guðmundssonar skólameistara FAS, Rannveigar Ólafsdóttur prófessors í ferðamálafræði við HÍ og Guðmundar Hálfdanarsonar prófessors í sagnfræði við HÍ og formanns ráðgefandi nefndar Stofnunar rannsóknasetra HÍ.
Fundarstjóri er Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði.
Þingið veður haldið í fyrirlestrasal Nýheima á Höfn en verður einnig streymt.
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra verður haldinn á Höfn í Hornafirði 23. mars nk. Ársfundurinn er jafnframt afmælismálþing Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði, sem átti 20 ára starfsafmæli í fyrra en vegna aðstæðna í samfélgainu þurfti að fresta málþingi sem hafði verið boðað til af því tilefni sl. haust.