Skip to main content

Íþrótta- og heilsufræði, MS

Íþrótta- og heilsufræði, MS

Menntavísindasvið

Íþrótta- og heilsufræði

MS – 120 einingar

Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði veitir faglegan grunn fyrir störf á vettvangi íþrótta og heilsuræktar, útivistar og lífsstíls. Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemenda í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast þróunarstarfi og rannsóknum. 

Hreyfing er órjúfanlegur hluti heilbrigðra lífshátta og skilningur á áhrifaþáttum heilbrigðis er veigamikill þáttur í uppbyggingu nútímavelferðarsamfélags. 

Skipulag náms

X

Líkamleg þjálfun barna og unglinga (ÍÞH114F)

Fjallað verður um vöxt og líkamsþroska barnsins frá fæðingu fram til unglingsára. Ítarleg umfjöllun verður um mikilvægi líkamlegrar þjálfunar fyrir velferð og heilsu barna og unglinga. Áhrif kynþroska á lifnaðarhætti og líkamlega þjálfun unglinga verða skoðuð. Fjallað verður um kynjamun í líkamlegri þjálfun. Kynnt verður hvers konar úthalds- og styrktarþjálfun er hentug og mikilvæg fyrir börn og unglinga. Sérstök áhersla verður lögð á skoða hvernig áhrif alhliða líkamsþjálfunar og sérhæfðar hefur á líkamsþroska barna- og unglinga. Farið verður í vettvangsheimsókn til íþróttafélags sem leggja ríka áherslu á þjálfun barna og unglinga.

ATH. Námskeiðin ÍÞH101M/ÍÞH115F Líkamleg þjálfun, ákefð og endurheimt, 5e og ÍÞH114F Líkamleg þjálfun barna og unglinga 5e koma í stað námskeiðsins ÍÞH102F Þjálfunarlífeðlisfræði, 10e. Þeir nemendur sem hafa lokið því þurfa ekki að taka 5e námskeiðin.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Alda Ólína Arnarsdóttir
Alda Ólína Arnarsdóttir
Íþrótta- og heilsufræði

Ég valdi að fara í framhaldsnám í íþrótta- og heilsufræðum við HÍ til að auka vitneskju mína í fræðunum og styrkja stöðu mína á vinnumarkaði í störfum tengdu faginu. Mér líkar námið vel og er það góð viðbót við grunnnámið. Það kom á óvart hversu gott samstarf leiðbeinenda og nemenda er og tel ég það mikilvægan þátt þegar nemendur eru að vinna sýnar fyrstu rannsóknir í fræðunum. Ég tel námið henta þeim sem vilja styrkjar sína stöðu í fræðunum og hafa áhuga á að kafa betur í efni tengd íþróttum- og heilsufræðum leiðbeinendur deildarinnar eru frábærir að vinna með við lokaverkefni til meistaragráðu og er námið heilt yfir mjög skemmtilegt og fræðandi. 

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.