Skip to main content
18. janúar 2022

Þrír vísindamenn við rannsóknasetrin frá styrki úr Rannsóknasjóði

Þrír vísindamenn við rannsóknasetrin frá styrki úr Rannsóknasjóði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, Tómas Gunnar Grétarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi og José Alves,  sérfræðingur við sama setur, voru meðal þeirra 43ja vísindamanna sem hlutu verkefnastyrk úr Rannsóknasjóði styrkárið 2022. Tilkynnt var um úthlutanirnar sl. föstudag.

Guðbjörg Ásta fékk styrk að upphæð 21.250.000 kr. vegna verkefnisins Ytri og innri áhrifaþættir við upphaf fars Atlantshafsþorsks. Tómas hlaut styrk að upphæð 20.746.000 kr. vegna verkefnisins Áhrif landnotkunar og loftslags á varpárangur vaðfugla. Verkefni José lítur einnig að vaðfuglum en í því rannsakar hann hnattræn ferðalög vaðfugla sem meitil á umhverfisbreytingar og tæki til náttúruverndar og nam styrkupphæðin 20.510.000 kr. Alls komu því 62.506.000 kr. til starfsfólks rannsóknasetra Háskóla Íslands að þessu sinni.

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum fyrir doktorsnema til öndvegisstyrkja. Að þessu sinni bárust 171 umsókn um verkefnisstyrki og hlaut um fjórðungur umsókna brautargengi.

Nánar má lesa um um styrkveitinguna á vef Rannís.
 

Tjaldar