Fjórir rannsóknasjóðsstyrkir til rannsóknasetra Háskóla Íslands
Sérfræðingar rannsóknasetra Háskóla Íslands hlutu fjóra styrki í úthlutun Rannsóknasjóðs í síðustu viku. Alls bárust 402 gildar umsóknir í sjóðinn og hlaut rúmlega fimmtungur þeirra brautargengi.
Tveir styrkir komu í hlut Rannsóknasetursins á Suðurlandi. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður setursins, hlaut verkefnastyrk að upphæð 18.363.000 kr. vegna verkefnisins Vist- og þróunarfræðilegir drifkraftar farhegðunar hjá fuglum. Þá hlaut Camilo André Ferreira Carneiro nýdoktorsstyrk að upphæð 9.595.000 kr. vegna verkefnisins Hvernig geta fæðutegundir dregið úr áhrifum vegna umhverfisbreytinga á norðurslóðum?
Filipa Isabel Pereira Samara, sérfræðingur við starfsstöð Stofnunar rannsóknasetra HÍ í Vestmannaeyjum hlaut verkefnastyrk að upphæð 19.770.000 kr. vegna verkefnisins Mikilvægi stöðugleika vistkerfa fyrir vistræðilega sérhæfingu rándýra sem eru efst í fæðukeðju sjávar. Tatiana Marie Joséphine Marchon, sameiginlegur doktorsnemi Filipu og Marianne H. Rasmussen, forstöðumanns Rannsóknasetursins á Húsavík, hlaut doktorsstyrk að upphæð 6.333.000 kr. vegna verkefnisins Vistfræðilegir og félagslegir drifkraftar í hljóðrænum samskiptum háhyrninga (Orcinus orca).
Þeim, sem og styrkþegum öllum, óskað til hamingju með styrkina.