Rannsóknasetrið er í samstarfi við sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð um gerð vefsíðu og smáforrits (apps) um Jón Árnason (1819–1888) og þjóðsagnasafn hans.
Jón fæddist á Hofi á Skaga og ólst upp í héraðinu og ýmsar af þjóðsögum í safni hans eru ættaðar frá heimaslóðum hans. Vefsíðan og forritið eru ætluð ferðamönnum og munu leiðbeina þeim um heimaslóðir Jóns á Skaga og söguslóðum nokkurra þjóðsagna úr safni hans.