Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 12. maí
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands var haldinn í Teams fjarfundi þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 8.30–10.
Upptöku af fundinum má finna hér að neðan.
Dagskrá:
Opnunarávarp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Ávarp. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Rannsóknir á örplasti og efnamengun í lífríki sjávar við Ísland í samhengi við heimsmarkmið SÞ. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum
Milliliðalaust samband við fortíðina. Tilfinningar, fátækt og hungur í dagbók frá 19. öld. Eiríkur Valdimarsson, verkefnisstjóri við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu
Vísindamaðurinn í samfélaginu: hvaða lærdóm geta háskólar dregið af reynslu rannsóknasetranna? Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum
Samfélagslegt hlutverk háskóla. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands
Fundarslit og samantekt. Guðmundur Hálfdanarson, formaður ráðgefandi nefndar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fundarstjóri var Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.