Grunnskólakennsla yngri barna


Grunnskólakennsla yngri barna
B.Ed. – 180 einingar
Viltu verða kennari? Grunnskólakennsla yngri barna er fræðilegt og starfstengt nám með áherslu á kennslu barna í 1.- 5. bekk. Meðal umfjöllunarefna eru kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem einkennir skólastarf á yngsta og miðstigi grunnskóla og sömuleiðis skólastarf á mótum leik- og grunnskóla, ásamt mikilvægi foreldrasamstarfs. Áhersla er á þróun náms, skipulag námsumhverfis og fjölbreyttar leiðir til að meta nám barna sem snerta m.a. námssvið og námsgreinar í grunnskóla.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að kennslufræði grunnskóla
- Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur
- Að læra og kenna stærðfræði
- Samþætting og skapandi starf
- Íslenska í skólastarfi I
- Vor
- Kennslufræði grunnskóla
- Læsi og lestrarkennsla
- Stærðfræði í kennaranámi
- Barnabókmenntir fyrir yngri börn
- Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist
Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)
Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.
Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.
Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.
Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir.
Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð.
Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.
Að læra og kenna stærðfræði (SNU101G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.
Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.
Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.
Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.
Samþætting og skapandi starf (GKY102G)
Á námskeiðinu er megináhersla á samþættingu námsgreina með því að nota Söguaðferðina (Storyline) sem meginþráð í náminu. Valin eru viðfangsefni tengd náttúru og samfélagi og unnið með þau á fjölbreyttan og skapandi hátt. Áhersla verður á að nemendur skynji námið sem heild. Hugað verður að námsmati og hvernig námsmatsaðferðir henta.
Lögð verður áhersla á ólíka reynslu og forsendur nemenda, út frá einstaklingmiðuðu námi og menntun fyrir alla í fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er sem rauður þráður í gegnum námið.
Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.
Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.
Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.
Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.
Kennslufræði grunnskóla (KME206G)
Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.
- Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
- Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
- Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
- Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
- Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
Læsi og lestrarkennsla (KME204G)
Á námskeiðinu verður stefnt að því að nemar öðlist góða þekkingu á grundvallaratriðum læsis, og þróun þess frá upphafi til loka grunnskóla. Fjallað verður um nám og kennslu í lestri og ritun, um áhrif tvítyngis á læsi, lestrarörðugleika og úrræði við þeim. Veitt verður innsýn í fræðilegar undirstöður lesskilnings og fjallað á hagnýtan hátt um kennsluaðferðir, lestrarhvatningu, val á lesefni, gagnrýninn lestur og lestur á rafrænum miðlum og neti.
Sýnd verða dæmi um kennslu og kennsluaðferðir í lestri, lesskilningi og ritun, og nemendur hvattir til að leita leiða til að auka færni nemenda sinna og lestrargleði. Skoðað verður hvaða lesefni er gefið út handa nemendum grunnskóla, og hvernig unnt er að nota það nemendum til gagns og gleði.
Í lok námskeiðs er þess vænst að nemendur hafi öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu til að geta gefið framtíðarnemendum sínum þann stuðning sem þarf til að þeir taki stöðugum framförum í læsi, frá æsku til fullorðinsára.
Stærðfræði í kennaranámi (SNU204G)
Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.
Barnabókmenntir fyrir yngri börn (LSS207G)
- Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
- Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum fyrir yngri börn.
- Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
- Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, jafnrétti, fjölmenningu, lestur, læsi og lífsleikni.
- Tengsl barnabókmennta við þjóðlegan og alþjóðlegan sagnasjóð sem og aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Þeir sem hófu nám í Grunnskólakennslu með áherslu á íslensku, B.Ed., haustið 2021 eiga að taka námskeiðið LSS207G með tveimur vettvangseiningum og fara í vettvangsnám í grunnskóla.
Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist (KME205G)
Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir listsköpunar með áherslu á grunnþætti listmenntunar og einfalda tækni. Umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist í skólastarfi.
- Haust
- Þroska- og námssálarfræði
- Þróun máls og læsis
- Jafnrétti í skólastarfi
- Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla
- Vor
- Námskrá og námsmat
- Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla
Þroska- og námssálarfræði (KME301G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.
Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.
Þróun máls og læsis (GKY301G)
Um er að ræða 10 eininga námskeið þar sem nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum máltöku og læsisþróunar hjá börnum upp að 10 ára aldri. Meginviðfangsefni námskeiðsins beinast að því hvernig börn læra tungumálið og hvernig tungumálið virkar sem undirstaða alls bóklegs náms. Í námskeiðinu er fjallað tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, hugtakanám og tjáningu. Ennfremur er fjallað um víxlverkandi áhrif lestrar og málþroska. Nemendur kynnast helstu frávikum í málþroska og aðferðum til að vinna með börn með málþroskafrávik innan grunnskólans. Enn fremur verður farið í tví- og fjöltyngi og hvernig má vinna á árangursríkan hátt með þeim barnahópum innan grunnskólans. Nemendur fá innsýn í nokkur málþroskapróf. Námskeiðið er undanfari námskeiðsins Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskólans sem er kennt á vormisseri.
Jafnrétti í skólastarfi (KME304G)
Í námskeiðinu verður fjallað um jafnrétti og hvernig hugtök, svo sem kyn, kyngervi, rasismi, fötlun, hinseginleiki og samtvinnun nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti og jafnréttisfræðslu og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja kennslu yngri barna og leikskólastarf.
Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir, námsefni og val leikja í leikskóla, í frímínútum og skólaíþróttum frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Aðalnámskrá leik- og grunnskóla liggur námskeiðinu til grundvallar og því verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og að leikskólakennarar og kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.
Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.
Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla (KME303G)
Góður skólabragur hefur jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfærni barna og stuðlar að farsæld þeirra. Í námskeiðinu verður fjallað um árangursríkar aðferðir til þesss að efla góðan skólabrag og hvetjandi námsumhverfi. Sjónum er sérstaklega beint að bekkjarstjórnun, að skapa jákvæðan bekkjaranda, samskiptum barna og hvernig megi fyrirbyggja einelti og aðra neikvæða hegðun. Einnig verður fjallað um tengsl heimila og skóla, samskipti foreldra og kennara og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
Námskrá og námsmat (KME402G)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi.
Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.
Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.
Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.
Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla (GKY401G)
Á námskeiðinu er megináhersla lögð á að kennaranemar dýpki þekkingu sína á lestrarkennslu í fimm meginþáttum lestrarnáms: hljóðkerfis og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilningi auk ritunar og öðlist skilning á ábyrgð og hlutverki kennarans í lestrarnámi barna. Fjallað er um forsendur lestrarnáms, gagnreyndar kennsluaðferðir í tengslum við lestrarkennslu og lestrarerfiðleika. Einnig hvernig grundvallarþættir í lestri: hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, orðaforði, lesskilningur/hlustunarskilningur og ritun flettast saman og stuðla að öryggi og fimi hjá lesandanum. Áherslur beinast að mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og kennslu nemenda í áhættu vegna lestrarerfiðleika.
Rætt er hvernig lestrarhvetjandi og skapandi námsumhverfi, markviss kennsla og námsgögn við hæfi geta glætt lestraráhuga og aukið lestrargetu. Fjallað verður um samstarf heimila og skóla um lestrarnám barna, aðkomu foreldra að lestrarþjálfun og mikilvægi upplýsingagjafar og stuðnings til heimila. Kynnt verða ýmis matstæki í lestrarkennslu; símat, fyrirbyggjandi mat (skimun) og greinandi próf og nauðsynleg tengsl kennslu og mats útskýrð. Ábyrgð og hlutverk kennara verður gaumgæft í tengslum við lestrarkennslu í margbreytilegum nemendahópi þar sem tekið er mið af einstaklingsmun og aðferðum sem beinast að því að hjálpa nemendum að ná sem bestum tökum á lestri.
Vettvangshluti námskeiðsins (4Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar tveimur vikum á vettvangi, 6 tíma á dag.
- Haust
- Aðferðafræði og menntarannsóknir
- Á mótum leik- og grunnskóla
- Vor
- Skapandi stærðfræðinám
- Lokaverkefni
Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)
Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir.
Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.
Á mótum leik- og grunnskóla (KME502G)
Viðfangsefni á námskeiðinu eru hugmyndafræði og rannsóknir á námi barna þegar þau fara á milli skólastiga, leik- og grunnskóla og frístundar. Skoðað verður hvað hugtökin þáttaskil í skólastarfi, samfella í námi barna og skólafærni fela í sér. Byggt er á ólíkum sjónarhornum barna, foreldra og kennara. Rýnt verður í þætti sem skapa forsendur fyrir þróun skólastarfs s.s. sögu, hefðir, viðhorf, menningu og námskrár. Fjallað verður um fjölbreyttar námsleiðir barnsins og kynntar nálganir í námi og kennslu, sem byggja á virkni barna, svo sem leik, könnunaraðferð (e. project approach), leik með einingakubba og heimspeki með börnum. Auk þess verður farið yfir helstu áherslur áætlana um samstarf leik- og grunnskóla.
Skapandi stærðfræðinám (GKY601G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar hve skapandi stærðfræði er sem fræðigrein og hvernig ýta má undir leiðir til þess að byggja upp skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um uppbyggingu stærðfræðihugmynda ungra barna, lausnaleit þeirra, námsmat og aðra þætti stærðfræðináms. Kennaranemar vinna verklega og taka þátt í umræðum um stærðfræðinám. Þeir ígrunda eigið stærðfræðinám og nýta vettvangsnám til þess að æfa það sem þeir læra á námskeiðinu og ígrunda eigin kennslu.
Sérstaklega verður hugað að því að kennaranemi styrki tök sín á inntaksþáttum og vinnubrögðum stærðfræðinnar til þess að hafa forsendur til að geta greint nám nemenda sinna. Sjónum verður beint að skilningi á helstu inntaksþáttum í stærðfræðinámi á yngsta stigi. Einnig verður fjallað um þátt tungumáls og röksemdafærslu í stærðfræðinámi.
Leiðir við kennslu og uppbygging námsumhverfis fá gott rými. Skoðað verður hvernig nálgast má viðfangsefni með rannsóknum, hlutbundinni vinnu, rafrænni leit, umræðum og uppsprettum úr daglegu lífi og umhverfi nemenda. Námsefni og námsgögn í stærðfræði verða greind og fjallað um náms- og kennsluumhverfi sem mætir ólíkum þörfum barna við stærðfræðinám. Hugað verður sérstaklega að stafrænum námsgögnum fyrir börn og leiðum til að meta slíkt efni. Fjallað verður um námsmat í stærðfræði og hvernig kennari getur nýtt sér mat á skilningi og færni nemenda til að byggja á við skipulag kennslu.
Kennaranemar kynnast fræðasviðinu stærðfræðimenntum og leiðum til að fylgjast með rannsóknum og þróun kennsluhátta til að þeir geti sótt sér hugmyndir og hvatningu til að þróa markvisst stærðfræðikennslu sína.
Vinnulag
Haldnir verða fyrirlestrar og nemendur taka þátt í umræðum og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um rannsóknir og glíma sjálfir við stærðfræðileg viðfangsefni ásamt því að skipuleggja kennslu og kenna eftir skipulagi sínu.
Vettvangshluti námskeiðsins (3Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar einni og hálfri viku á vettvangi, 6 tíma á dag.
Nemar halda dagbók um nám sitt og ígrundun á því frá upphafi námskeiðs og byggja á henni við skrif lokaverkefnis námskeiðsins.
Lokaverkefni (GKY601L)
Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu er 10 eininga skriflegt verkefni sem unnið er undir handleiðslu leiðbeinanda.Lokaverkefnið er unnið undir lok grunnnámsins og miðar að því að nemandi dýpki skilning sinn á:
- afmörkuðu efni og tengi það sínu fræðasviði (grein og sérhæfingu)
- verkefnin skulu hafa gildi á sviði kennslu
- Haust
- Inngangur að kennslufræði grunnskóla
- Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur
- Að læra og kenna stærðfræði
- Íslenska í skólastarfi I
- Samþætting og skapandi starf
- Vor
- Kennslufræði grunnskóla
- Læsi og lestrarkennsla
- Barnabókmenntir fyrir yngri börn
- Stærðfræði í kennaranámi
- Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist
Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)
Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.
Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.
Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.
Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir.
Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð.
Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.
Að læra og kenna stærðfræði (SNU101G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.
Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.
Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.
Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.
Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.
Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.
Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.
Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.
Samþætting og skapandi starf (GKY102G)
Á námskeiðinu er megináhersla á samþættingu námsgreina með því að nota Söguaðferðina (Storyline) sem meginþráð í náminu. Valin eru viðfangsefni tengd náttúru og samfélagi og unnið með þau á fjölbreyttan og skapandi hátt. Áhersla verður á að nemendur skynji námið sem heild. Hugað verður að námsmati og hvernig námsmatsaðferðir henta.
Lögð verður áhersla á ólíka reynslu og forsendur nemenda, út frá einstaklingmiðuðu námi og menntun fyrir alla í fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er sem rauður þráður í gegnum námið.
Kennslufræði grunnskóla (KME206G)
Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.
- Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
- Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
- Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
- Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
- Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
Læsi og lestrarkennsla (KME204G)
Á námskeiðinu verður stefnt að því að nemar öðlist góða þekkingu á grundvallaratriðum læsis, og þróun þess frá upphafi til loka grunnskóla. Fjallað verður um nám og kennslu í lestri og ritun, um áhrif tvítyngis á læsi, lestrarörðugleika og úrræði við þeim. Veitt verður innsýn í fræðilegar undirstöður lesskilnings og fjallað á hagnýtan hátt um kennsluaðferðir, lestrarhvatningu, val á lesefni, gagnrýninn lestur og lestur á rafrænum miðlum og neti.
Sýnd verða dæmi um kennslu og kennsluaðferðir í lestri, lesskilningi og ritun, og nemendur hvattir til að leita leiða til að auka færni nemenda sinna og lestrargleði. Skoðað verður hvaða lesefni er gefið út handa nemendum grunnskóla, og hvernig unnt er að nota það nemendum til gagns og gleði.
Í lok námskeiðs er þess vænst að nemendur hafi öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu til að geta gefið framtíðarnemendum sínum þann stuðning sem þarf til að þeir taki stöðugum framförum í læsi, frá æsku til fullorðinsára.
Barnabókmenntir fyrir yngri börn (LSS207G)
- Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
- Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum fyrir yngri börn.
- Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
- Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, jafnrétti, fjölmenningu, lestur, læsi og lífsleikni.
- Tengsl barnabókmennta við þjóðlegan og alþjóðlegan sagnasjóð sem og aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Þeir sem hófu nám í Grunnskólakennslu með áherslu á íslensku, B.Ed., haustið 2021 eiga að taka námskeiðið LSS207G með tveimur vettvangseiningum og fara í vettvangsnám í grunnskóla.
Stærðfræði í kennaranámi (SNU204G)
Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.
Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist (KME205G)
Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir listsköpunar með áherslu á grunnþætti listmenntunar og einfalda tækni. Umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist í skólastarfi.
- Haust
- Þróun máls og læsis
- Þroska- og námssálarfræði
- Færninámskeið I
- Vor
- Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla
- Námskrá og námsmat
- Færninámskeið II
Þróun máls og læsis (GKY301G)
Um er að ræða 10 eininga námskeið þar sem nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum máltöku og læsisþróunar hjá börnum upp að 10 ára aldri. Meginviðfangsefni námskeiðsins beinast að því hvernig börn læra tungumálið og hvernig tungumálið virkar sem undirstaða alls bóklegs náms. Í námskeiðinu er fjallað tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, hugtakanám og tjáningu. Ennfremur er fjallað um víxlverkandi áhrif lestrar og málþroska. Nemendur kynnast helstu frávikum í málþroska og aðferðum til að vinna með börn með málþroskafrávik innan grunnskólans. Enn fremur verður farið í tví- og fjöltyngi og hvernig má vinna á árangursríkan hátt með þeim barnahópum innan grunnskólans. Nemendur fá innsýn í nokkur málþroskapróf. Námskeiðið er undanfari námskeiðsins Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskólans sem er kennt á vormisseri.
Þroska- og námssálarfræði (KME301G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.
Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.
Færninámskeið I (TÁK102G)
Markmið og viðfangsefni námskeiðsins:
Nemendum eru kynnt grundvallaratriði íslenska táknmálsins. Megináhersla verður lögð á mál sem tengist daglegu lífi og þær meginreglur sem gilda um táknmálssamtalið. Áhersla verður lögð á bæði tjáningu og skilning táknmáls. Í námskeiðinu er fjallað um skyldubundin látbrigði með táknum og próformasögnum og mikilvægi þeirra í táknmáli. Nemendur nota myndbandsupptökur til þess að ná auknu valdi á málinu. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum og æfingum í tímum sem nemendur taka virkan þátt í.
Námsmat: Verkefni, aðallega upptökuverkefni, sem dreifast yfir misserið. Standast þarf alla þætti námsmats til að ljúka námskeiði sem og uppfylla mætingaskyldu.
Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla (GKY401G)
Á námskeiðinu er megináhersla lögð á að kennaranemar dýpki þekkingu sína á lestrarkennslu í fimm meginþáttum lestrarnáms: hljóðkerfis og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilningi auk ritunar og öðlist skilning á ábyrgð og hlutverki kennarans í lestrarnámi barna. Fjallað er um forsendur lestrarnáms, gagnreyndar kennsluaðferðir í tengslum við lestrarkennslu og lestrarerfiðleika. Einnig hvernig grundvallarþættir í lestri: hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, orðaforði, lesskilningur/hlustunarskilningur og ritun flettast saman og stuðla að öryggi og fimi hjá lesandanum. Áherslur beinast að mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og kennslu nemenda í áhættu vegna lestrarerfiðleika.
Rætt er hvernig lestrarhvetjandi og skapandi námsumhverfi, markviss kennsla og námsgögn við hæfi geta glætt lestraráhuga og aukið lestrargetu. Fjallað verður um samstarf heimila og skóla um lestrarnám barna, aðkomu foreldra að lestrarþjálfun og mikilvægi upplýsingagjafar og stuðnings til heimila. Kynnt verða ýmis matstæki í lestrarkennslu; símat, fyrirbyggjandi mat (skimun) og greinandi próf og nauðsynleg tengsl kennslu og mats útskýrð. Ábyrgð og hlutverk kennara verður gaumgæft í tengslum við lestrarkennslu í margbreytilegum nemendahópi þar sem tekið er mið af einstaklingsmun og aðferðum sem beinast að því að hjálpa nemendum að ná sem bestum tökum á lestri.
Vettvangshluti námskeiðsins (4Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar tveimur vikum á vettvangi, 6 tíma á dag.
Námskrá og námsmat (KME402G)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi.
Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.
Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.
Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.
Færninámskeið II (TÁK201G)
Markmið: Að nemendur geti tjáð sig á einföldu máli og tekið þátt í samræðum á táknmáli. Áhersla verður lögð á bæði tjáningu og skilning táknmáls.
Viðfangsefni: Framhald af Færninámskeiði I sem er nauðsynlegur undanfari þessa námskeiðs. Mun þyngra táknmál og þjálfun í fjölbreytilegri notkun þess. Áfram verður lögð áhersla á málfræðileg látbrigði mikilvægi þeirra í íslenska táknmálinu.
Vinnulag: Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og leiðsögn kennara, yfirferð á táknmálstextum og hagnýtum hóp- og einstaklingsæfingum í tímum sem nemendur taka virkan þátt í. Mætingarskylda er 80%.
Námsmat: Upptökuverkefni sem dreifast yfir misserið. Standast þarf alla þætti námsmats til að ljúka námskeiði og uppfylla 80 mætingarskyldu.
- Haust
- Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla
- Aðferðafræði og menntarannsóknir
- Jafnrétti í skólastarfi
- Inngangur að táknmálsfræði
- Vor
- Skapandi stærðfræðinám
- Lokaverkefni
- Málfræði táknmáls IV
Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla (KME303G)
Góður skólabragur hefur jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfærni barna og stuðlar að farsæld þeirra. Í námskeiðinu verður fjallað um árangursríkar aðferðir til þesss að efla góðan skólabrag og hvetjandi námsumhverfi. Sjónum er sérstaklega beint að bekkjarstjórnun, að skapa jákvæðan bekkjaranda, samskiptum barna og hvernig megi fyrirbyggja einelti og aðra neikvæða hegðun. Einnig verður fjallað um tengsl heimila og skóla, samskipti foreldra og kennara og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)
Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir.
Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.
Jafnrétti í skólastarfi (KME304G)
Í námskeiðinu verður fjallað um jafnrétti og hvernig hugtök, svo sem kyn, kyngervi, rasismi, fötlun, hinseginleiki og samtvinnun nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti og jafnréttisfræðslu og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja kennslu yngri barna og leikskólastarf.
Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir, námsefni og val leikja í leikskóla, í frímínútum og skólaíþróttum frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Aðalnámskrá leik- og grunnskóla liggur námskeiðinu til grundvallar og því verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og að leikskólakennarar og kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.
Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.
Inngangur að táknmálsfræði (TÁK108G)
Í námskeiðinu verður fjallað um táknmálssamfélög, sér í lagi samfélag íslenska táknmálsins (ÍTM). Fjallað verður um döff menningu og sögu ÍTM, um málhugmyndafræði og um stöðu og lífvænleika íslenska táknmálsins. Beitt verður nálgunum döff fræða, mannfræði og félagslegra málvísinda.
Skapandi stærðfræðinám (GKY601G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar hve skapandi stærðfræði er sem fræðigrein og hvernig ýta má undir leiðir til þess að byggja upp skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um uppbyggingu stærðfræðihugmynda ungra barna, lausnaleit þeirra, námsmat og aðra þætti stærðfræðináms. Kennaranemar vinna verklega og taka þátt í umræðum um stærðfræðinám. Þeir ígrunda eigið stærðfræðinám og nýta vettvangsnám til þess að æfa það sem þeir læra á námskeiðinu og ígrunda eigin kennslu.
Sérstaklega verður hugað að því að kennaranemi styrki tök sín á inntaksþáttum og vinnubrögðum stærðfræðinnar til þess að hafa forsendur til að geta greint nám nemenda sinna. Sjónum verður beint að skilningi á helstu inntaksþáttum í stærðfræðinámi á yngsta stigi. Einnig verður fjallað um þátt tungumáls og röksemdafærslu í stærðfræðinámi.
Leiðir við kennslu og uppbygging námsumhverfis fá gott rými. Skoðað verður hvernig nálgast má viðfangsefni með rannsóknum, hlutbundinni vinnu, rafrænni leit, umræðum og uppsprettum úr daglegu lífi og umhverfi nemenda. Námsefni og námsgögn í stærðfræði verða greind og fjallað um náms- og kennsluumhverfi sem mætir ólíkum þörfum barna við stærðfræðinám. Hugað verður sérstaklega að stafrænum námsgögnum fyrir börn og leiðum til að meta slíkt efni. Fjallað verður um námsmat í stærðfræði og hvernig kennari getur nýtt sér mat á skilningi og færni nemenda til að byggja á við skipulag kennslu.
Kennaranemar kynnast fræðasviðinu stærðfræðimenntum og leiðum til að fylgjast með rannsóknum og þróun kennsluhátta til að þeir geti sótt sér hugmyndir og hvatningu til að þróa markvisst stærðfræðikennslu sína.
Vinnulag
Haldnir verða fyrirlestrar og nemendur taka þátt í umræðum og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um rannsóknir og glíma sjálfir við stærðfræðileg viðfangsefni ásamt því að skipuleggja kennslu og kenna eftir skipulagi sínu.
Vettvangshluti námskeiðsins (3Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar einni og hálfri viku á vettvangi, 6 tíma á dag.
Nemar halda dagbók um nám sitt og ígrundun á því frá upphafi námskeiðs og byggja á henni við skrif lokaverkefnis námskeiðsins.
Lokaverkefni (GKY601L)
Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu er 10 eininga skriflegt verkefni sem unnið er undir handleiðslu leiðbeinanda.Lokaverkefnið er unnið undir lok grunnnámsins og miðar að því að nemandi dýpki skilning sinn á:
- afmörkuðu efni og tengi það sínu fræðasviði (grein og sérhæfingu)
- verkefnin skulu hafa gildi á sviði kennslu
Málfræði táknmáls I (TÁK207G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.
Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.
- Haust
- Inngangur að kennslufræði grunnskóla
- Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur
- Samþætting og skapandi starf
- Að læra og kenna stærðfræði
- Íslenska í skólastarfi I
- Vor
- Kennslufræði grunnskóla
- Læsi og lestrarkennsla
- Stærðfræði í kennaranámi
- Barnabókmenntir fyrir yngri börn
- Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist
Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)
Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.
Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.
Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.
Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir.
Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð.
Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.
Samþætting og skapandi starf (GKY102G)
Á námskeiðinu er megináhersla á samþættingu námsgreina með því að nota Söguaðferðina (Storyline) sem meginþráð í náminu. Valin eru viðfangsefni tengd náttúru og samfélagi og unnið með þau á fjölbreyttan og skapandi hátt. Áhersla verður á að nemendur skynji námið sem heild. Hugað verður að námsmati og hvernig námsmatsaðferðir henta.
Lögð verður áhersla á ólíka reynslu og forsendur nemenda, út frá einstaklingmiðuðu námi og menntun fyrir alla í fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er sem rauður þráður í gegnum námið.
Að læra og kenna stærðfræði (SNU101G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.
Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.
Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.
Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.
Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.
Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.
Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.
Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.
Kennslufræði grunnskóla (KME206G)
Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.
- Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
- Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
- Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
- Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
- Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
Læsi og lestrarkennsla (KME204G)
Á námskeiðinu verður stefnt að því að nemar öðlist góða þekkingu á grundvallaratriðum læsis, og þróun þess frá upphafi til loka grunnskóla. Fjallað verður um nám og kennslu í lestri og ritun, um áhrif tvítyngis á læsi, lestrarörðugleika og úrræði við þeim. Veitt verður innsýn í fræðilegar undirstöður lesskilnings og fjallað á hagnýtan hátt um kennsluaðferðir, lestrarhvatningu, val á lesefni, gagnrýninn lestur og lestur á rafrænum miðlum og neti.
Sýnd verða dæmi um kennslu og kennsluaðferðir í lestri, lesskilningi og ritun, og nemendur hvattir til að leita leiða til að auka færni nemenda sinna og lestrargleði. Skoðað verður hvaða lesefni er gefið út handa nemendum grunnskóla, og hvernig unnt er að nota það nemendum til gagns og gleði.
Í lok námskeiðs er þess vænst að nemendur hafi öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu til að geta gefið framtíðarnemendum sínum þann stuðning sem þarf til að þeir taki stöðugum framförum í læsi, frá æsku til fullorðinsára.
Stærðfræði í kennaranámi (SNU204G)
Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.
Barnabókmenntir fyrir yngri börn (LSS207G)
- Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
- Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum fyrir yngri börn.
- Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
- Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, jafnrétti, fjölmenningu, lestur, læsi og lífsleikni.
- Tengsl barnabókmennta við þjóðlegan og alþjóðlegan sagnasjóð sem og aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Þeir sem hófu nám í Grunnskólakennslu með áherslu á íslensku, B.Ed., haustið 2021 eiga að taka námskeiðið LSS207G með tveimur vettvangseiningum og fara í vettvangsnám í grunnskóla.
Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist (KME205G)
Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir listsköpunar með áherslu á grunnþætti listmenntunar og einfalda tækni. Umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist í skólastarfi.
- Haust
- Þroska- og námssálarfræði
- Þróun máls og læsis
- Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla
- Jafnrétti í skólastarfi
- Vor
- Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla
- Námskrá og námsmat
- Tónlist í lífi ungra barnaB
- Myndlist ungra barnaB
- Skapandi hugsun og heimspekileg samræðaB
Þroska- og námssálarfræði (KME301G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.
Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.
Þróun máls og læsis (GKY301G)
Um er að ræða 10 eininga námskeið þar sem nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum máltöku og læsisþróunar hjá börnum upp að 10 ára aldri. Meginviðfangsefni námskeiðsins beinast að því hvernig börn læra tungumálið og hvernig tungumálið virkar sem undirstaða alls bóklegs náms. Í námskeiðinu er fjallað tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, hugtakanám og tjáningu. Ennfremur er fjallað um víxlverkandi áhrif lestrar og málþroska. Nemendur kynnast helstu frávikum í málþroska og aðferðum til að vinna með börn með málþroskafrávik innan grunnskólans. Enn fremur verður farið í tví- og fjöltyngi og hvernig má vinna á árangursríkan hátt með þeim barnahópum innan grunnskólans. Nemendur fá innsýn í nokkur málþroskapróf. Námskeiðið er undanfari námskeiðsins Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskólans sem er kennt á vormisseri.
Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla (KME303G)
Góður skólabragur hefur jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfærni barna og stuðlar að farsæld þeirra. Í námskeiðinu verður fjallað um árangursríkar aðferðir til þesss að efla góðan skólabrag og hvetjandi námsumhverfi. Sjónum er sérstaklega beint að bekkjarstjórnun, að skapa jákvæðan bekkjaranda, samskiptum barna og hvernig megi fyrirbyggja einelti og aðra neikvæða hegðun. Einnig verður fjallað um tengsl heimila og skóla, samskipti foreldra og kennara og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
Jafnrétti í skólastarfi (KME304G)
Í námskeiðinu verður fjallað um jafnrétti og hvernig hugtök, svo sem kyn, kyngervi, rasismi, fötlun, hinseginleiki og samtvinnun nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti og jafnréttisfræðslu og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja kennslu yngri barna og leikskólastarf.
Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir, námsefni og val leikja í leikskóla, í frímínútum og skólaíþróttum frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Aðalnámskrá leik- og grunnskóla liggur námskeiðinu til grundvallar og því verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og að leikskólakennarar og kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.
Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.
Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla (GKY401G)
Á námskeiðinu er megináhersla lögð á að kennaranemar dýpki þekkingu sína á lestrarkennslu í fimm meginþáttum lestrarnáms: hljóðkerfis og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilningi auk ritunar og öðlist skilning á ábyrgð og hlutverki kennarans í lestrarnámi barna. Fjallað er um forsendur lestrarnáms, gagnreyndar kennsluaðferðir í tengslum við lestrarkennslu og lestrarerfiðleika. Einnig hvernig grundvallarþættir í lestri: hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, orðaforði, lesskilningur/hlustunarskilningur og ritun flettast saman og stuðla að öryggi og fimi hjá lesandanum. Áherslur beinast að mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og kennslu nemenda í áhættu vegna lestrarerfiðleika.
Rætt er hvernig lestrarhvetjandi og skapandi námsumhverfi, markviss kennsla og námsgögn við hæfi geta glætt lestraráhuga og aukið lestrargetu. Fjallað verður um samstarf heimila og skóla um lestrarnám barna, aðkomu foreldra að lestrarþjálfun og mikilvægi upplýsingagjafar og stuðnings til heimila. Kynnt verða ýmis matstæki í lestrarkennslu; símat, fyrirbyggjandi mat (skimun) og greinandi próf og nauðsynleg tengsl kennslu og mats útskýrð. Ábyrgð og hlutverk kennara verður gaumgæft í tengslum við lestrarkennslu í margbreytilegum nemendahópi þar sem tekið er mið af einstaklingsmun og aðferðum sem beinast að því að hjálpa nemendum að ná sem bestum tökum á lestri.
Vettvangshluti námskeiðsins (4Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar tveimur vikum á vettvangi, 6 tíma á dag.
Námskrá og námsmat (KME402G)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi.
Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.
Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.
Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.
Tónlist í lífi ungra barna (LSS210G, LSS212G, LSS410G)
Á þessu námskeiði kynnast nemendur fræðilegum skrifum um tónlistarþroska barna og helstu aðferðum í notkun tónlistar í faglegu starfi með börnum. Lesefnið fjallar um nýjustu þekking á áhrifum tónlistar frá fæðingu og á fyrstu árum í lífi barns. Nemendur læra hagnýtar aðferðir til að skipuleggja og stýra tónlistarstarfi í leikskólum.
Myndlist ungra barna (LSS210G, LSS212G, LSS410G)
Á þessu námskeiði kynnast nemendur fræðilegum skrifum um teikniþroska barna ásamt grunnaðferðum og efnivið sem nota má í starfi með ungum börnum.
Fjölbreyttar aðferðir myndmenntar verða kynntar og unnið með tvívíðan og þrívíðan efnivið. Áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
Námskeiðið verður að mestu kennt í þremur til fjórum staðbundnum lotum fyrir alla nemendur.
Skapandi hugsun og heimspekileg samræða (LSS210G, LSS212G, LSS410G)
Er ljóti karlinn fallegur? Getur einhver sem er ein(n) átt sér tungumál? Hver er munurinn á börnum og fullorðnum? Ef ég finn óskastein, þarf ég þá að hugsa um aðra þegar ég óska mér? Geta vondar persónur gert góðverk? Ungum börnum er eðlislægt að vera skapandi í ólíklegustu aðstæðum og varpa fram áleitnum spurningum um lífið og tilveruna, en fullorðna fólkið er ekki alltaf meðvitað um dýpt þeirra eða hvernig best sé að bregðast við.
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur kynnist undirstöðuþáttum skapandi og gagnrýninnar hugsunar, einkum beitingu hennar í samræðum við ung börn. Nemendur fræðast um mikilvægi þess að temja sér hvetjandi viðmót í garð ungra barna og gefa skapandi tilburðum þeirra gaum í hversdagslegum aðstæðum og tengsl þess við hugmyndir um lýðræðislega starfshætti í skólum. Hugað verður að möguleikum samræðu sem aðferðar í hópastarfi og kennslu þar sem fjölbreyttum aðferðum er beitt í anda undrunar og opinnar könnunar hugmynda og raka. Nemendur fá tækifæri til þess að ígrunda og þróa eigin viðhorf í garð barna sem hugsuða og þjálfast í því að skipuleggja og taka þátt í heimspekilegum samræðum með ungum börnum. Stuðst verður við hugmyndafræði barnaheimspeki, en hún verður jafnframt útvíkkuð og aðlöguð að starfi með börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskólans.
Fyrirkomulag kennslu
Kennslustundir fara að jafnaði fram í rauntíma fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu mæti í kennslustundir í Stakkahlíð en nemendur sem búa utan höfðuðborgarsvæðisins taki þátt í kennslustundum í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma. Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi.
- Haust
- Á mótum leik- og grunnskóla
- Aðferðafræði og menntarannsóknir
- Umhverfi sem uppspretta náms
- Vor
- Skapandi stærðfræðinám
- Leikskólafræði II - Leikur, samskipti og skráning
- Lokaverkefni
Á mótum leik- og grunnskóla (KME502G)
Viðfangsefni á námskeiðinu eru hugmyndafræði og rannsóknir á námi barna þegar þau fara á milli skólastiga, leik- og grunnskóla og frístundar. Skoðað verður hvað hugtökin þáttaskil í skólastarfi, samfella í námi barna og skólafærni fela í sér. Byggt er á ólíkum sjónarhornum barna, foreldra og kennara. Rýnt verður í þætti sem skapa forsendur fyrir þróun skólastarfs s.s. sögu, hefðir, viðhorf, menningu og námskrár. Fjallað verður um fjölbreyttar námsleiðir barnsins og kynntar nálganir í námi og kennslu, sem byggja á virkni barna, svo sem leik, könnunaraðferð (e. project approach), leik með einingakubba og heimspeki með börnum. Auk þess verður farið yfir helstu áherslur áætlana um samstarf leik- og grunnskóla.
Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)
Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir.
Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.
Umhverfi sem uppspretta náms (LSS105G)
Í námskeiðinu verður skoðað hvernig umhverfi barna getur gefið fjölbreytt tækifæri til náms í náttúrufræði og stærðfræði með áherslu á athuganir og tilraunir barna. Nemendur kynnast meginhugmyndum um útikennslu og verða tekin nokkur dæmi um heppileg viðfangsefni. Fjallað verður um náttúrufræðileg og stærðfræðileg fyrirbæri í umhverfi barna svo sem spendýr, smádýr, plöntur, form, fjölda, mynstur, vatn og loft. Nemendur skoða gögn og leiðir sem nýta má við undirbúning og skipulagningu kennslu þar sem umhverfið er nýtt sem uppspretta náms í náttúrufræði og stærðfræði. Nemendur prófa valin viðfangsefni með börnum á vettvangi.
Vinnulag
Fyrirlestrar, kynningar, umræður, verklegar æfingar, vettvangsferðir, verkefnavinna, skólaheimsóknir og nemendur vinna verkefni með börnum í skólum.
Fyrirkomulag kennslu
Kennslustundir fara að jafnaði fram í rauntíma fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu mæti í kennslustundir í Stakkahlíð en nemendur sem búa utan höfðuðborgarsvæðisins taki þátt í kennslustundum í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma. Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi.
Skapandi stærðfræðinám (GKY601G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar hve skapandi stærðfræði er sem fræðigrein og hvernig ýta má undir leiðir til þess að byggja upp skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um uppbyggingu stærðfræðihugmynda ungra barna, lausnaleit þeirra, námsmat og aðra þætti stærðfræðináms. Kennaranemar vinna verklega og taka þátt í umræðum um stærðfræðinám. Þeir ígrunda eigið stærðfræðinám og nýta vettvangsnám til þess að æfa það sem þeir læra á námskeiðinu og ígrunda eigin kennslu.
Sérstaklega verður hugað að því að kennaranemi styrki tök sín á inntaksþáttum og vinnubrögðum stærðfræðinnar til þess að hafa forsendur til að geta greint nám nemenda sinna. Sjónum verður beint að skilningi á helstu inntaksþáttum í stærðfræðinámi á yngsta stigi. Einnig verður fjallað um þátt tungumáls og röksemdafærslu í stærðfræðinámi.
Leiðir við kennslu og uppbygging námsumhverfis fá gott rými. Skoðað verður hvernig nálgast má viðfangsefni með rannsóknum, hlutbundinni vinnu, rafrænni leit, umræðum og uppsprettum úr daglegu lífi og umhverfi nemenda. Námsefni og námsgögn í stærðfræði verða greind og fjallað um náms- og kennsluumhverfi sem mætir ólíkum þörfum barna við stærðfræðinám. Hugað verður sérstaklega að stafrænum námsgögnum fyrir börn og leiðum til að meta slíkt efni. Fjallað verður um námsmat í stærðfræði og hvernig kennari getur nýtt sér mat á skilningi og færni nemenda til að byggja á við skipulag kennslu.
Kennaranemar kynnast fræðasviðinu stærðfræðimenntum og leiðum til að fylgjast með rannsóknum og þróun kennsluhátta til að þeir geti sótt sér hugmyndir og hvatningu til að þróa markvisst stærðfræðikennslu sína.
Vinnulag
Haldnir verða fyrirlestrar og nemendur taka þátt í umræðum og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um rannsóknir og glíma sjálfir við stærðfræðileg viðfangsefni ásamt því að skipuleggja kennslu og kenna eftir skipulagi sínu.
Vettvangshluti námskeiðsins (3Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar einni og hálfri viku á vettvangi, 6 tíma á dag.
Nemar halda dagbók um nám sitt og ígrundun á því frá upphafi námskeiðs og byggja á henni við skrif lokaverkefnis námskeiðsins.
Leikskólafræði II - Leikur, samskipti og skráning (LSS206G)
Í námskeiðinu er fjallað um ólíkar kenningar um leik og áhrif þeirra á sýn á börn og leikskólastarf. Rýnt verður í ólíkar birtingamyndir leiks og náms, annars vegar út frá sjónarhorni barna og hins vegar sjónarhorni fullorðinna. Áhersla er lögð á rannsóknir um samskipti barna og leik. Fjallað verður um hlutverk leikskólakennara og námskrár í tengslum við leik. Kynntar verða athugunar- og skráningaleiðir sem nýttar eru í þeim tilgangi að meta og gera nám barna í leik sýnilegt. Auk þess verður skoðað hvernig námsumhverfi leikskólans hefur áhrif á þátttöku barna í leik.
Hluti námskeiðsins er tveggja vikna vettvangsnám (4Ve) sem fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs. Nemendur taka vettvangsnámið samhliða vettvangsnámi í námskeiðinu Hreyfing og leikræn tjáning, úti og inni (2Ve), samtals 3 vikur. Í vettvangsnámi taka nemendur þátt í daglegum viðfangsefnum leikskóla, samhliða verkefnum námskeiða.
Lokaverkefni (GKY601L)
Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu er 10 eininga skriflegt verkefni sem unnið er undir handleiðslu leiðbeinanda.Lokaverkefnið er unnið undir lok grunnnámsins og miðar að því að nemandi dýpki skilning sinn á:
- afmörkuðu efni og tengi það sínu fræðasviði (grein og sérhæfingu)
- verkefnin skulu hafa gildi á sviði kennslu
- Haust
- Inngangur að kennslufræði grunnskóla
- Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur
- Samþætting og skapandi starf
- Að læra og kenna stærðfræði
- Íslenska í skólastarfi I
- Vor
- Kennslufræði grunnskóla
- Læsi og lestrarkennsla
- Stærðfræði í kennaranámi
- Barnabókmenntir fyrir yngri börn
- Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist
Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)
Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.
Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.
Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.
Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir.
Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð.
Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.
Samþætting og skapandi starf (GKY102G)
Á námskeiðinu er megináhersla á samþættingu námsgreina með því að nota Söguaðferðina (Storyline) sem meginþráð í náminu. Valin eru viðfangsefni tengd náttúru og samfélagi og unnið með þau á fjölbreyttan og skapandi hátt. Áhersla verður á að nemendur skynji námið sem heild. Hugað verður að námsmati og hvernig námsmatsaðferðir henta.
Lögð verður áhersla á ólíka reynslu og forsendur nemenda, út frá einstaklingmiðuðu námi og menntun fyrir alla í fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er sem rauður þráður í gegnum námið.
Að læra og kenna stærðfræði (SNU101G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.
Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.
Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.
Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.
Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.
Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.
Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.
Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.
Kennslufræði grunnskóla (KME206G)
Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.
- Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
- Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
- Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
- Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
- Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
Læsi og lestrarkennsla (KME204G)
Á námskeiðinu verður stefnt að því að nemar öðlist góða þekkingu á grundvallaratriðum læsis, og þróun þess frá upphafi til loka grunnskóla. Fjallað verður um nám og kennslu í lestri og ritun, um áhrif tvítyngis á læsi, lestrarörðugleika og úrræði við þeim. Veitt verður innsýn í fræðilegar undirstöður lesskilnings og fjallað á hagnýtan hátt um kennsluaðferðir, lestrarhvatningu, val á lesefni, gagnrýninn lestur og lestur á rafrænum miðlum og neti.
Sýnd verða dæmi um kennslu og kennsluaðferðir í lestri, lesskilningi og ritun, og nemendur hvattir til að leita leiða til að auka færni nemenda sinna og lestrargleði. Skoðað verður hvaða lesefni er gefið út handa nemendum grunnskóla, og hvernig unnt er að nota það nemendum til gagns og gleði.
Í lok námskeiðs er þess vænst að nemendur hafi öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu til að geta gefið framtíðarnemendum sínum þann stuðning sem þarf til að þeir taki stöðugum framförum í læsi, frá æsku til fullorðinsára.
Stærðfræði í kennaranámi (SNU204G)
Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.
Barnabókmenntir fyrir yngri börn (LSS207G)
- Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
- Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum fyrir yngri börn.
- Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
- Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, jafnrétti, fjölmenningu, lestur, læsi og lífsleikni.
- Tengsl barnabókmennta við þjóðlegan og alþjóðlegan sagnasjóð sem og aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Þeir sem hófu nám í Grunnskólakennslu með áherslu á íslensku, B.Ed., haustið 2021 eiga að taka námskeiðið LSS207G með tveimur vettvangseiningum og fara í vettvangsnám í grunnskóla.
Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist (KME205G)
Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir listsköpunar með áherslu á grunnþætti listmenntunar og einfalda tækni. Umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist í skólastarfi.
- Haust
- Þroska- og námssálarfræði
- Þróun máls og læsis
- Jafnrétti í skólastarfi
- Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla
- Vor
- Námskrá og námsmat
- Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla
Þroska- og námssálarfræði (KME301G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.
Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.
Þróun máls og læsis (GKY301G)
Um er að ræða 10 eininga námskeið þar sem nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum máltöku og læsisþróunar hjá börnum upp að 10 ára aldri. Meginviðfangsefni námskeiðsins beinast að því hvernig börn læra tungumálið og hvernig tungumálið virkar sem undirstaða alls bóklegs náms. Í námskeiðinu er fjallað tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, hugtakanám og tjáningu. Ennfremur er fjallað um víxlverkandi áhrif lestrar og málþroska. Nemendur kynnast helstu frávikum í málþroska og aðferðum til að vinna með börn með málþroskafrávik innan grunnskólans. Enn fremur verður farið í tví- og fjöltyngi og hvernig má vinna á árangursríkan hátt með þeim barnahópum innan grunnskólans. Nemendur fá innsýn í nokkur málþroskapróf. Námskeiðið er undanfari námskeiðsins Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskólans sem er kennt á vormisseri.
Jafnrétti í skólastarfi (KME304G)
Í námskeiðinu verður fjallað um jafnrétti og hvernig hugtök, svo sem kyn, kyngervi, rasismi, fötlun, hinseginleiki og samtvinnun nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti og jafnréttisfræðslu og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja kennslu yngri barna og leikskólastarf.
Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir, námsefni og val leikja í leikskóla, í frímínútum og skólaíþróttum frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Aðalnámskrá leik- og grunnskóla liggur námskeiðinu til grundvallar og því verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og að leikskólakennarar og kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.
Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.
Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla (KME303G)
Góður skólabragur hefur jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfærni barna og stuðlar að farsæld þeirra. Í námskeiðinu verður fjallað um árangursríkar aðferðir til þesss að efla góðan skólabrag og hvetjandi námsumhverfi. Sjónum er sérstaklega beint að bekkjarstjórnun, að skapa jákvæðan bekkjaranda, samskiptum barna og hvernig megi fyrirbyggja einelti og aðra neikvæða hegðun. Einnig verður fjallað um tengsl heimila og skóla, samskipti foreldra og kennara og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
Námskrá og námsmat (KME402G)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi.
Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.
Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.
Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.
Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla (GKY401G)
Á námskeiðinu er megináhersla lögð á að kennaranemar dýpki þekkingu sína á lestrarkennslu í fimm meginþáttum lestrarnáms: hljóðkerfis og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilningi auk ritunar og öðlist skilning á ábyrgð og hlutverki kennarans í lestrarnámi barna. Fjallað er um forsendur lestrarnáms, gagnreyndar kennsluaðferðir í tengslum við lestrarkennslu og lestrarerfiðleika. Einnig hvernig grundvallarþættir í lestri: hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, orðaforði, lesskilningur/hlustunarskilningur og ritun flettast saman og stuðla að öryggi og fimi hjá lesandanum. Áherslur beinast að mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og kennslu nemenda í áhættu vegna lestrarerfiðleika.
Rætt er hvernig lestrarhvetjandi og skapandi námsumhverfi, markviss kennsla og námsgögn við hæfi geta glætt lestraráhuga og aukið lestrargetu. Fjallað verður um samstarf heimila og skóla um lestrarnám barna, aðkomu foreldra að lestrarþjálfun og mikilvægi upplýsingagjafar og stuðnings til heimila. Kynnt verða ýmis matstæki í lestrarkennslu; símat, fyrirbyggjandi mat (skimun) og greinandi próf og nauðsynleg tengsl kennslu og mats útskýrð. Ábyrgð og hlutverk kennara verður gaumgæft í tengslum við lestrarkennslu í margbreytilegum nemendahópi þar sem tekið er mið af einstaklingsmun og aðferðum sem beinast að því að hjálpa nemendum að ná sem bestum tökum á lestri.
Vettvangshluti námskeiðsins (4Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar tveimur vikum á vettvangi, 6 tíma á dag.
- Haust
- Á mótum leik- og grunnskóla
- Aðferðafræði og menntarannsóknir
- Vor
- Skapandi stærðfræðinám
- Lokaverkefni
Á mótum leik- og grunnskóla (KME502G)
Viðfangsefni á námskeiðinu eru hugmyndafræði og rannsóknir á námi barna þegar þau fara á milli skólastiga, leik- og grunnskóla og frístundar. Skoðað verður hvað hugtökin þáttaskil í skólastarfi, samfella í námi barna og skólafærni fela í sér. Byggt er á ólíkum sjónarhornum barna, foreldra og kennara. Rýnt verður í þætti sem skapa forsendur fyrir þróun skólastarfs s.s. sögu, hefðir, viðhorf, menningu og námskrár. Fjallað verður um fjölbreyttar námsleiðir barnsins og kynntar nálganir í námi og kennslu, sem byggja á virkni barna, svo sem leik, könnunaraðferð (e. project approach), leik með einingakubba og heimspeki með börnum. Auk þess verður farið yfir helstu áherslur áætlana um samstarf leik- og grunnskóla.
Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)
Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir.
Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.
Skapandi stærðfræðinám (GKY601G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar hve skapandi stærðfræði er sem fræðigrein og hvernig ýta má undir leiðir til þess að byggja upp skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um uppbyggingu stærðfræðihugmynda ungra barna, lausnaleit þeirra, námsmat og aðra þætti stærðfræðináms. Kennaranemar vinna verklega og taka þátt í umræðum um stærðfræðinám. Þeir ígrunda eigið stærðfræðinám og nýta vettvangsnám til þess að æfa það sem þeir læra á námskeiðinu og ígrunda eigin kennslu.
Sérstaklega verður hugað að því að kennaranemi styrki tök sín á inntaksþáttum og vinnubrögðum stærðfræðinnar til þess að hafa forsendur til að geta greint nám nemenda sinna. Sjónum verður beint að skilningi á helstu inntaksþáttum í stærðfræðinámi á yngsta stigi. Einnig verður fjallað um þátt tungumáls og röksemdafærslu í stærðfræðinámi.
Leiðir við kennslu og uppbygging námsumhverfis fá gott rými. Skoðað verður hvernig nálgast má viðfangsefni með rannsóknum, hlutbundinni vinnu, rafrænni leit, umræðum og uppsprettum úr daglegu lífi og umhverfi nemenda. Námsefni og námsgögn í stærðfræði verða greind og fjallað um náms- og kennsluumhverfi sem mætir ólíkum þörfum barna við stærðfræðinám. Hugað verður sérstaklega að stafrænum námsgögnum fyrir börn og leiðum til að meta slíkt efni. Fjallað verður um námsmat í stærðfræði og hvernig kennari getur nýtt sér mat á skilningi og færni nemenda til að byggja á við skipulag kennslu.
Kennaranemar kynnast fræðasviðinu stærðfræðimenntum og leiðum til að fylgjast með rannsóknum og þróun kennsluhátta til að þeir geti sótt sér hugmyndir og hvatningu til að þróa markvisst stærðfræðikennslu sína.
Vinnulag
Haldnir verða fyrirlestrar og nemendur taka þátt í umræðum og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um rannsóknir og glíma sjálfir við stærðfræðileg viðfangsefni ásamt því að skipuleggja kennslu og kenna eftir skipulagi sínu.
Vettvangshluti námskeiðsins (3Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar einni og hálfri viku á vettvangi, 6 tíma á dag.
Nemar halda dagbók um nám sitt og ígrundun á því frá upphafi námskeiðs og byggja á henni við skrif lokaverkefnis námskeiðsins.
Lokaverkefni (GKY601L)
Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu er 10 eininga skriflegt verkefni sem unnið er undir handleiðslu leiðbeinanda.Lokaverkefnið er unnið undir lok grunnnámsins og miðar að því að nemandi dýpki skilning sinn á:
- afmörkuðu efni og tengi það sínu fræðasviði (grein og sérhæfingu)
- verkefnin skulu hafa gildi á sviði kennslu
- Haust
- Leikur, tækni og sköpunVE
- Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (haust)V
- Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenningV
- Inngangur að enskukennsluV
- Uppeldishlutverkið: Áskoranir í nútímasamfélagiV
- Lífið sem mig langar í -farsæld og sjálfsrýniV
- Að kenna um bylgjur, ljós, hljóð og umhverfiVE
- Listir I: Leiklist, myndlist, tónlistV
- Vor
- Fjölskyldur í nútímasamfélagiV
- Trans börn og samfélagVE
- Leikir í frístunda- og skólastarfiV
- Forritun og tæknismiðjurV
- Bókmenntir og sjálfsmynd(ir)VE
- Hinsegin menntunarfræðiV
- Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (vor)V
- Óháð misseri
- Þemavinna með upplýsinga- og samskiptatækniV
Leikur, tækni og sköpun (SNU003G)
Námskeiðið fjallar um skapandi starf með börnum þar sem stuðst er eða fengist við stafrænan búnað og tækni. Nemar rýna og ræða les- og myndefni sem lýtur að sköpun með stafrænni tækni í leik- og grunnskólum. Þeir kynnast lýsandi dæmum í starfi valinna skóla og ígrunda færar leiðir til að beita upplýsingatækni og miðlun með ungum nemendum á frjóan hátt. Nemar spreyta sig á teikningu og skapandi myndvinnslu í stafrænu umhverfi með stafræna sögugerð fyrir augum. Þeir myndskreyta og hljóðsetja sögur ætlaðar börnum og setja sig í spor ungra nemenda í skapandi starfi þar sem reynir á listræna framsetningu í hljóði, mynd og hreyfingum. Greint er frá frumkvöðlum um forritun fyrir börn og bent á leiðir til að útbúa einfalt efni, sögur og leiki í myndrænu forritunarumhverfi. Fjallað er um valdar tæknilausnir sniðnar að ungum nemendum til að varpa ljósi á tæknihönnun, forritun og sjálfvirkni. Nemar kynnast lítillega kennslu um slíkan búnað á vettvangi og fá sjálfir að spreyta sig á glímu við hann. Kynntar eru leiðir til að tengja myndræna forritun og leikföng hönnun og nýsköpun úr ýmsum efniviði með hagnýt not eða listræna sköpun í huga. Fjallað er um nýsköpun og nýsköpunarmennt sem viðfangsefni í skólastarfi og greint frá starfi í sköpunarsmiðjum. Kynntur er búnaður sem nota má við leiserskurð í ýmsan efnivið, skurð og brot í pappír, teikningu og prentun í þrívídd og vinnu með textíl. Nemar lýsa vinnu sinni og tilraunum með tæknileikföng og nýsköpunarbúnað í myndum og myndskeiðum studdum texta og einfaldri vefsíðugerð.
Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (haust) (TÓS106G)
Viðfangsefni
Viðfangsefni námskeiðsins eru félagsleg samskipti, samvera og námsaðstoð við nemendur sem geta þurft aðstoð og/eða stuðning í námi sínu á Menntavísindasviði HÍ.
Í námskeiðinu verður fjallað um nýjar áherslur og nýbreytni í menntamálum, sérstök áhersla lögð á inngildandi nám, algilda hönnun og tækifærin sem hugmyndafræðin býður upp á. Einnig verður fjallað um jafnrétti, samfélag án aðgreiningar og mannréttindi í víðu samhengi. Kynntar verða leiðir til að efla náms- og félagslega þátttöku nemenda í háskólanum með fjölbreyttum hætti.
Að námskeiði loknu hljóta nemendur viðurkenningu/staðfestingu á að hafa lokið námskeiðinu sem þeir geta til dæmis nýtt í ferilskrá en námskeiðið er dýrmæt reynsla sem mun nýtast í leik og starfi.
Hægt er að taka námskeiðið tvisvar en það er kennt bæði vor og haust. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og því aðlagað að hverjum nema hverju sinni og því ekki um endurtekningu efnis að ræða.
Vinnulag
Samstarf og samvera með samnemum er að jafnaði þrjár kennslustundir á viku. Samstarfið getur falið í sér námsaðstoð, til dæmis við verkefnavinnu, verkefnaskil, yfirferð á námsefni eða samveru á bókasafni eða matsal og þátttaka í félagslífi á vegum nemendafélaga.
þrír fræðslufundir með kennurum fyrrihluta misseris. Að auki geta nemendur pantað fundi eftir þörfum með kennurum námskeiðsins.
Nemendur vinna dagbókarverkefni jafnt og þétt yfir misserið og skila lokaskýrslu um reynslu sína af námskeiðinu.
Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenning (SNU019G)
Fjallað verður um tölvuleiki í námi og kennslu með sérstakri áherslu á leikheima og netleiki og opna leikvanga á netinu og tengsl slíkra leikja við nám og tómstundastarf. Leikjamenning verður skoðuð, flokkunarkerfi og einkenni tölvuleikja, vægi þeirra í tómstundamenningu og tengsl við þjóðfélagsmál. Sérstaklega verða skoðuð jafnréttissjónarhorn í tölvuleikjum og tölvuleikjamenningu og ýmis álitamál, til dæmis tengd kynferði, ávanabindingu og/eða spilafíkn. Unnið verður með verkfæri til að smíða kennsluleiki/námsleiki og fjallað um möguleika leikjavæðingar (e. gamification) í námi. Fjallað verður um námsleiki í ýmiss konar tölvuumhverfi, svo sem þrívíddarheima á Interneti og leiki sem nota snjalltölvur eða síma.
Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.
Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Uppeldishlutverkið: Áskoranir í nútímasamfélagi (UME102G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu í því hvað felst í uppeldi barna og ungmenna. Hugmyndir um uppeldi verða skoðaðar í sögulegu og menningarlegu samhengi með því að rýna í gildi og viðmið samfélagsins og áhrif þeirra á uppeldi. Fjallað verður um samspil fjölskyldna og stofnana um uppeldi barna. Rætt verður um heillavænlegt uppeldi og umönnun barna frá fæðingu til 18 ára aldurs. Sérstaklega verður hugað að hlutverki foreldra, margbreytileika fjölskyldna og ólíkum þörfum þeirra. Ræddar eru áskoranir í uppeldi í nútímasamfélagi og þörf á fræðslu og stuðningi við uppalendur. Í námskeiðinu er lögð áhersla á ígrundun nemenda á persónulegri reynslu með það að markmiði að dýpka skilning þeirra á fræðunum.
Lífið sem mig langar í -farsæld og sjálfsrýni (UME006G)
Þetta námskeið er fyrra námskeið af tveimur sem byggja á grundvallar spurningum um farsæld og mannlega tilvist: „Hvað gerir lífið þess virði að lifa því?“, „Hvernig getum við lifað farsælu og merkingarbæru lífi?” eða „Hvernig er lífið sem mig langar í?“. Námskeiðin byggja á Life Worth Living nálgununni sem var þróuð í Yale háskóla. Áhersla er lögð á gagnrýna nálgun gagnvart fjölbreyttri lífspeki og hvatt til samtals og ígrundunnar um megin spurningar námskeiðsins.
Grunnnámskeiðið miðar að því að gefa innsýn í ólíka lífsspeki um hamingjuna og hið verðuga líf t.d. útfrá heimspeki, (jákvæðri) sálfræði, gagnrýnum fræðum og fjölbreyttum menningarsamfélögum. Kennslufræðileg nálgun er byggð á spurningum um hið farsæla líf og að nemendur finni sín eigin svör frekar en að læra kenningar eða verða sérfræðingur í ákveðnum fræðum. Spurningunum er ætlað að beina sjónum bæði útávið og innávið. Með skoðun innávið er vísað til þess að nemendur og kennarar eru hvattir til að taka persónulega afstöðu og nýta þær spurningar sem lagðar verða til grundvallar til að spegla eigið líf. Með skoðun útávið er vísað til þess að nemendur og kennarar taki þátt í umræðum um ólík siðferðileg gildi og ólíkar hefðir í samfélagslegu tilliti.
Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nemendur í uppeldis og menntunarfræðum, nemendur sem eru að undirbúa sig sem fagfólk í skóla-, frístunda- og uppeldisstörfum. Á námskeiðinu fá þeir tækifæri til að fara í persónulegan leiðangur þar sem áhersla er lögð á sjálfsrýni um hið farsæla líf, í styðjandi lærdómssamfélagi. Nemendur skoða meðal annars líf sitt og framtíðarstarfsvettvang útfrá lífssýn, gildum og mannkostum. Einnig vinna nemendur fræðileg verkefni sem þau geta tengt við sinn fagvettvang.
Að kenna um bylgjur, ljós, hljóð og umhverfi (SNU003M)
Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna bylgjur, ljós og hljóð bæði með því að styrkja þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Mikil áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu þátttakenda. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir grunnskólabarna. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Náttúrufræðileg viðfangsefni námskeiðsins eru: Sveiflur, bylgjur á streng, öldur á vatni, almennir bylgjueiginleikar, hljóð, myndun þess, útbreiðsla og víxlverkun við efni, ljós, myndun þess, útbreiðsla og víxlverkun við efni, og sjóntæki.
Listir I: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG105G)
Viðfangsefni: Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi. Verkleg viðfangsefni eru þróuð út frá hugmyndum nemenda.
Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.
Fjölskyldur í nútímasamfélagi (UME202G)
Í námskeiðinu verður fjallað um nýjar kenningar og rannsóknir varðandi fjölskyldur í nútímasamfélögum og fjölskyldan sett í sögulegt samhengi. Áhersla verður lögð á umfjöllun um margbreytileika fjölskyldna, ólíkar fjölskyldugerðir, fjölskyldur minnihlutahópa og aðstæður barna og foreldra í mismunandi fjölskyldugerðum. Þá verður fjallað um fjölskyldustefnu og tengsl fjölskyldulífs og atvinnulífs.
Trans börn og samfélag (UME204M)
Markmið:
Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.
Viðfangsefni:
Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.
Leikir í frístunda- og skólastarfi (TÓS409G)
Á námskeiðinu er fjallað um gildi góðra leikja í frístunda- og skólastarfi. Nefna má kynningar – og hópstyrkingarleiki, hlutverkaleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, spurningaleiki, umhverfisleiki, námsspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki, leikræna tjáningu o.s.frv. Þátttakendur spreyta sig á að prófa margvíslega leiki og leggja mat á þá. Þá verður unnið í hópum við að safna góðum leikjum (námsmappa- portfolio) sem hægt er að nota í frístunda- og skólastarfi.
Forritun og tæknismiðjur (SNU010G)
Nemendur læra einföld forritunarmál og hvernig fella má forritun og vinnu í tæknismiðjum (makerspaces, fablabs) inn í nám. Fjallað verður um forritunarkennslu í skólum, hugmyndir og kenningar um forritun í skólanámi og tengsl við tækniþróun og atvinnulíf. Einnig verður fjallað um forritun fyrir snjalltæki (app) og kynnt námsverkfæri til að búa til slík forrit. Einkum verður unnið með myndræn forritunarmál sem hæfa til margs konar nota í námi og kennslu og sem geta tengst ýmis konar jaðartækjum.
Horft verður til framtíðar og skoðuð sú þróun þegar stafrænn heimur og stýringar á hlutum renna saman (IoT, Internet of things). Unnið verður með hugmyndir um námssmiðjur og námsrými sem henta við nemendamiðað nám þar sem nemendur skapa og vinna með stafræna hluti og virkni í tvívíddar- og þrívíddarheimi og raunverulegum tækjum.
Fjallað verður um hugmyndafræði og kenningar og samfélagsumræðu varðandi „Internet of Things“ og „gerenda“menningu (maker culture). Skoðaðar eru breytingar á framleiðslutækni í persónumiðaða framleiðslu, fjarstýrð og sjálfstýrð verkfæri svo sem dróna og tölvuföt (wearable technology), útbúnað til að skapa sýndarveruleika og möguleika slíkra verkfæra í námi og kennslu.
Bókmenntir og sjálfsmynd(ir) (ÍET006G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenskar bókmenntir frá aldamótunum 1900 til samtímans með áherslu á tengsl bókmennta, sögu og samfélags.
Fjallað verður um þátt bókmennta og menningar í uppbyggingu sjálfsmynda á Íslandi á tuttugustu öld allt frá upphafi aldarinnar þegar íslenskar bókmenntir komust í sterkari tengsl við aðra menningarheima til fjölmenningar og margbreytileika samtímans.
Íslenskar nútímabókmenntir eru samofnar bókmenntum annarra þjóða og í námskeiðinu verður lögð áhersla á að setja þær í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur.
Bókmenntir og túlkun þeirra gegndu lykilhlutverki í mótun hugmynda um íslenskt þjóðerni á tímabilinu. Skólakerfið og bókmenntakennsla innan þess voru mikilvægur þáttur þessarar sjálfsmyndarmótunar og verður sú hlið bókmenntasögunnar skoðuð sérstaklega.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum nemenda verða helstu þemu íslenskrar bókmenntasögu á tímabilinu könnuð. Meðal viðfangsefna verða pólitískar bókmenntir og stéttabarátta, spennan milli sveitar og borgar og aukinn margbreytileiki og sýnileiki ólíkra hópa í bókmenntum og samfélagi á síðustu áratugum.
Sérstaklega verður hugað að aukinni fjölbreytni í bókmenntalífi, nýjum bókmenntagreinum, barnabókmenntum, nýjum og gömlum hefðum í ljóðagerð og tengslum bókmennta við aðrar listgreinar. Í verkefnavinnu verður lögð áhersla á að nemendur kynni sér leiðir til að miðla þekkingu sinni til ólíkra aldurshópa og tengja veruleika þeirra í samtímanum við bókmenntir og bókmenntasögu.
Áhersla verður lögð á notkun vefefnis, upplýsingatækni og kvikmynda enda einkennist tímabilið af nýjum miðlum sem hafa haft margþætt áhrif á bókmenntir og menningu.
Kennsla verður í formi fyrirlestra, hópverkefna nemenda og einstaklingsverkefna.
Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.
Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.
Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (vor) (TÓS213G)
Viðfangsefni
Viðfangsefni námskeiðsins eru félagsleg samskipti, samvera og námsaðstoð við nemendur sem geta þurft aðstoð og/eða stuðning í námi sínu á Menntavísindasviði HÍ.
Í námskeiðinu verður fjallað um nýjar áherslur og nýbreytni í menntamálum, sérstök áhersla lögð á inngildandi nám og tækifærin sem hugmyndafræðin býður upp á. Einnig verður fjallað um, jafnrétti, samfélag án aðgreiningar og mannréttindi í víðu samhengi. Kynntar verða leiðir til að efla náms- og félagslega þátttöku nemenda í háskólanum með fjölbreyttum hætti. Lögð verður áhersla á samráð við nemendur varðandi skipulagningu námskeiðsins.
Námskeiðið er dýrmæt reynsla sem mun nýtast í leik og starfi.
Námskeiðið er kennt að vori og hausti. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum nemanda. Þess vegna er ekki um endurtekningu á námsefni að ræða ef nemendur taka námskeiðið tvisvar.
Vinnulag
Samstarf og samvera með samnemum er að jafnaði þrjár kennslustundir á viku. Samstarfið getur falið í sér námsaðstoð, til dæmis við verkefnavinnu, verkefnaskil, yfirferð á námsefni eða samveru á bókasafni eða matsal og þátttaka í félagslífi á vegum nemendafélaga.
Þrír fræðslufundir með kennurum fyrrihluta misseris. Að auki geta nemendur pantað fundi eftir þörfum með kennurum námskeiðsins.
Nemendur vinna dagbókarverkefni jafnt og þétt yfir misserið og skila lokaskýrslu um reynslu sína af námskeiðinu.
Þemavinna með upplýsinga- og samskiptatækni (SNU002G)
Þemavinna (e. thematic learning) er námsaðferð þar sem nemendur öðlast ákveðna þekkingu og færni með því að vinna saman, oftast þverfaglega, að tilteknu verkefni í lengri tíma en almennt tíðkast í skólum, þar sem þekking og færni er dregin frá fleiri en einni námsgrein. Þeir leita svara við flókinni spurningu, finna lausn á vandamáli (e. problem based learning), útbúa eða skapa eitthvað sem reynir á getu þeirra og hugkvæmni. Í þessu samhengi er fjallað um námsumhverfi, verklag og verkfæri í þemanámi, kennsluaðferðir, eins og samkomulagsnám og lýðræðislega kennslu, skipulag þemaverkefna og verkefnavinnu nemenda. Kynntar verða með ýmsar leiðir til að vekja áhuga nemenda og vinna á skapandi hátt í skólastarfi, t.d. í sköpunarsmiðjum, með tölvuleikum og leikjavæðingu, eða með aðkomu safna, og annrara mennta- og menningarstofnana. Fjallað er um samþættingu námsgreina (e. intergration of subjects) og aðferðir við að samþætta námsgreinar með notkun upplýsinga- og samskiptatækni, um hlutverk kennara og nemenda, gerð námsmarkmiða, og tengsl þeirra við námsárangur og námsmat í samþættu skólastarfi.
Þátttakendur á þessu námskeiði leggja á ráðin um þau verkefni sem ráðist er í, hvernig þeir skipuleggja vinnu sína og gera kennsluáætlanir, og ræða með hvaða hætti þeir nota upplýsinga- og samskiptatækni til afla upplýsinga eða efnis, vinna úr því og koma því á framfæri. Brýnt er að þátttakendur hafi mikinn áhuga á að leita svara hverju sinni, telji mikilvægt að leysa ákveðið vandamál eða skapa frumlegt verk.
Í verkefnum af þessu tagi reynir mikið á samvinnu, frumkvæði, lausnaleit og opna eða fjölþætta nálgun. Jafnframt kemur gagnrýnin og skapandi hugsun mjög við sögu. Verkefnin sem verða til gætu til dæmis verið stuttmynd, útvarpsleikrit, kvikmynd, tölvuleikssviðsetning, vefur eða söngleikur, og verða gerð aðgengileg fyrir íslenskan almenning eða, eftir atvikum, netverja hvar sem þeir búa.
Unnin verða tvö verkefni. Vinna við það fyrra stendur í einn til einn og hálfan mánuð en það síðara stendur yfir í tvo og hálfan til þrjá mánuði.
- Haust
- Inngangur að kennslufræði grunnskóla
- Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur
- Samþætting og skapandi starf
- Að læra og kenna stærðfræði
- Íslenska í skólastarfi I
- Vor
- Kennslufræði grunnskóla
- Stærðfræði í kennaranámi
- Læsi og lestrarkennsla
- Barnabókmenntir fyrir yngri börn
- Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist
Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)
Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.
Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.
Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.
Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir.
Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð.
Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.
Samþætting og skapandi starf (GKY102G)
Á námskeiðinu er megináhersla á samþættingu námsgreina með því að nota Söguaðferðina (Storyline) sem meginþráð í náminu. Valin eru viðfangsefni tengd náttúru og samfélagi og unnið með þau á fjölbreyttan og skapandi hátt. Áhersla verður á að nemendur skynji námið sem heild. Hugað verður að námsmati og hvernig námsmatsaðferðir henta.
Lögð verður áhersla á ólíka reynslu og forsendur nemenda, út frá einstaklingmiðuðu námi og menntun fyrir alla í fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnrýnin og skapandi hugsun er sem rauður þráður í gegnum námið.
Að læra og kenna stærðfræði (SNU101G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.
Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.
Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.
Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.
Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.
Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.
Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.
Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.
Kennslufræði grunnskóla (KME206G)
Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.
- Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
- Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
- Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
- Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
- Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
Stærðfræði í kennaranámi (SNU204G)
Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.
Læsi og lestrarkennsla (KME204G)
Á námskeiðinu verður stefnt að því að nemar öðlist góða þekkingu á grundvallaratriðum læsis, og þróun þess frá upphafi til loka grunnskóla. Fjallað verður um nám og kennslu í lestri og ritun, um áhrif tvítyngis á læsi, lestrarörðugleika og úrræði við þeim. Veitt verður innsýn í fræðilegar undirstöður lesskilnings og fjallað á hagnýtan hátt um kennsluaðferðir, lestrarhvatningu, val á lesefni, gagnrýninn lestur og lestur á rafrænum miðlum og neti.
Sýnd verða dæmi um kennslu og kennsluaðferðir í lestri, lesskilningi og ritun, og nemendur hvattir til að leita leiða til að auka færni nemenda sinna og lestrargleði. Skoðað verður hvaða lesefni er gefið út handa nemendum grunnskóla, og hvernig unnt er að nota það nemendum til gagns og gleði.
Í lok námskeiðs er þess vænst að nemendur hafi öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu til að geta gefið framtíðarnemendum sínum þann stuðning sem þarf til að þeir taki stöðugum framförum í læsi, frá æsku til fullorðinsára.
Barnabókmenntir fyrir yngri börn (LSS207G)
- Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
- Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum fyrir yngri börn.
- Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
- Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, jafnrétti, fjölmenningu, lestur, læsi og lífsleikni.
- Tengsl barnabókmennta við þjóðlegan og alþjóðlegan sagnasjóð sem og aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Þeir sem hófu nám í Grunnskólakennslu með áherslu á íslensku, B.Ed., haustið 2021 eiga að taka námskeiðið LSS207G með tveimur vettvangseiningum og fara í vettvangsnám í grunnskóla.
Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist (KME205G)
Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir listsköpunar með áherslu á grunnþætti listmenntunar og einfalda tækni. Umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist í skólastarfi.
- Haust
- Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla
- Þróun máls og læsis
- Þroska- og námssálarfræði
- Útikennsla, útinám og heilsa
- Vor
- Námskrá og námsmat
- Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla
Jákvæður skólabragur: bekkjarstjórnun, einelti og tengsl heimila og skóla (KME303G)
Góður skólabragur hefur jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfærni barna og stuðlar að farsæld þeirra. Í námskeiðinu verður fjallað um árangursríkar aðferðir til þesss að efla góðan skólabrag og hvetjandi námsumhverfi. Sjónum er sérstaklega beint að bekkjarstjórnun, að skapa jákvæðan bekkjaranda, samskiptum barna og hvernig megi fyrirbyggja einelti og aðra neikvæða hegðun. Einnig verður fjallað um tengsl heimila og skóla, samskipti foreldra og kennara og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
Þróun máls og læsis (GKY301G)
Um er að ræða 10 eininga námskeið þar sem nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum máltöku og læsisþróunar hjá börnum upp að 10 ára aldri. Meginviðfangsefni námskeiðsins beinast að því hvernig börn læra tungumálið og hvernig tungumálið virkar sem undirstaða alls bóklegs náms. Í námskeiðinu er fjallað tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, hugtakanám og tjáningu. Ennfremur er fjallað um víxlverkandi áhrif lestrar og málþroska. Nemendur kynnast helstu frávikum í málþroska og aðferðum til að vinna með börn með málþroskafrávik innan grunnskólans. Enn fremur verður farið í tví- og fjöltyngi og hvernig má vinna á árangursríkan hátt með þeim barnahópum innan grunnskólans. Nemendur fá innsýn í nokkur málþroskapróf. Námskeiðið er undanfari námskeiðsins Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskólans sem er kennt á vormisseri.
Þroska- og námssálarfræði (KME301G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.
Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.
Útikennsla, útinám og heilsa (ÍÞH325G)
Viðfangsefni
Fjallað er um hvernig hægt er að færa bóklega kennslu út úr skólabyggingunni og auka m.a. hreyfingu nemenda í skólastarfi. Áhersla er lögð á mikilvægi útiveru fyrir fólk og tengsl þess við náttúru og sitt nærumhverfi. Nememdur fara í útinámsleiðangra, kynnast útikennslu í verki með heimsókn á vettvang og þátttöku í örnámskeiðum og almennri fræðslu. Nemendur skipuleggja útinám og fylgja skipulaginu eftir með verklegri kennslu.
Námskrá og námsmat (KME402G)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi.
Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.
Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.
Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.
Lestrarkennsla á yngsta stigi grunnskóla (GKY401G)
Á námskeiðinu er megináhersla lögð á að kennaranemar dýpki þekkingu sína á lestrarkennslu í fimm meginþáttum lestrarnáms: hljóðkerfis og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilningi auk ritunar og öðlist skilning á ábyrgð og hlutverki kennarans í lestrarnámi barna. Fjallað er um forsendur lestrarnáms, gagnreyndar kennsluaðferðir í tengslum við lestrarkennslu og lestrarerfiðleika. Einnig hvernig grundvallarþættir í lestri: hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, orðaforði, lesskilningur/hlustunarskilningur og ritun flettast saman og stuðla að öryggi og fimi hjá lesandanum. Áherslur beinast að mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og kennslu nemenda í áhættu vegna lestrarerfiðleika.
Rætt er hvernig lestrarhvetjandi og skapandi námsumhverfi, markviss kennsla og námsgögn við hæfi geta glætt lestraráhuga og aukið lestrargetu. Fjallað verður um samstarf heimila og skóla um lestrarnám barna, aðkomu foreldra að lestrarþjálfun og mikilvægi upplýsingagjafar og stuðnings til heimila. Kynnt verða ýmis matstæki í lestrarkennslu; símat, fyrirbyggjandi mat (skimun) og greinandi próf og nauðsynleg tengsl kennslu og mats útskýrð. Ábyrgð og hlutverk kennara verður gaumgæft í tengslum við lestrarkennslu í margbreytilegum nemendahópi þar sem tekið er mið af einstaklingsmun og aðferðum sem beinast að því að hjálpa nemendum að ná sem bestum tökum á lestri.
Vettvangshluti námskeiðsins (4Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar tveimur vikum á vettvangi, 6 tíma á dag.
- Haust
- Aðferðafræði og menntarannsóknir
- Á mótum leik- og grunnskóla
- Jafnrétti í skólastarfi
- Vor
- Skapandi stærðfræðinám
- Lokaverkefni
Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)
Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir.
Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.
Á mótum leik- og grunnskóla (KME502G)
Viðfangsefni á námskeiðinu eru hugmyndafræði og rannsóknir á námi barna þegar þau fara á milli skólastiga, leik- og grunnskóla og frístundar. Skoðað verður hvað hugtökin þáttaskil í skólastarfi, samfella í námi barna og skólafærni fela í sér. Byggt er á ólíkum sjónarhornum barna, foreldra og kennara. Rýnt verður í þætti sem skapa forsendur fyrir þróun skólastarfs s.s. sögu, hefðir, viðhorf, menningu og námskrár. Fjallað verður um fjölbreyttar námsleiðir barnsins og kynntar nálganir í námi og kennslu, sem byggja á virkni barna, svo sem leik, könnunaraðferð (e. project approach), leik með einingakubba og heimspeki með börnum. Auk þess verður farið yfir helstu áherslur áætlana um samstarf leik- og grunnskóla.
Jafnrétti í skólastarfi (KME304G)
Í námskeiðinu verður fjallað um jafnrétti og hvernig hugtök, svo sem kyn, kyngervi, rasismi, fötlun, hinseginleiki og samtvinnun nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um jafnrétti og jafnréttisfræðslu og hvernig þau nýtast til að skilja og skipuleggja kennslu yngri barna og leikskólastarf.
Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir, námsefni og val leikja í leikskóla, í frímínútum og skólaíþróttum frá margþættu jafnréttissjónarhorni.
Aðalnámskrá leik- og grunnskóla liggur námskeiðinu til grundvallar og því verður gengið út frá því grundvallarsjónarmiði að menntun um jafnrétti feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og að leikskólakennarar og kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.
Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.
Skapandi stærðfræðinám (GKY601G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar hve skapandi stærðfræði er sem fræðigrein og hvernig ýta má undir leiðir til þess að byggja upp skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um uppbyggingu stærðfræðihugmynda ungra barna, lausnaleit þeirra, námsmat og aðra þætti stærðfræðináms. Kennaranemar vinna verklega og taka þátt í umræðum um stærðfræðinám. Þeir ígrunda eigið stærðfræðinám og nýta vettvangsnám til þess að æfa það sem þeir læra á námskeiðinu og ígrunda eigin kennslu.
Sérstaklega verður hugað að því að kennaranemi styrki tök sín á inntaksþáttum og vinnubrögðum stærðfræðinnar til þess að hafa forsendur til að geta greint nám nemenda sinna. Sjónum verður beint að skilningi á helstu inntaksþáttum í stærðfræðinámi á yngsta stigi. Einnig verður fjallað um þátt tungumáls og röksemdafærslu í stærðfræðinámi.
Leiðir við kennslu og uppbygging námsumhverfis fá gott rými. Skoðað verður hvernig nálgast má viðfangsefni með rannsóknum, hlutbundinni vinnu, rafrænni leit, umræðum og uppsprettum úr daglegu lífi og umhverfi nemenda. Námsefni og námsgögn í stærðfræði verða greind og fjallað um náms- og kennsluumhverfi sem mætir ólíkum þörfum barna við stærðfræðinám. Hugað verður sérstaklega að stafrænum námsgögnum fyrir börn og leiðum til að meta slíkt efni. Fjallað verður um námsmat í stærðfræði og hvernig kennari getur nýtt sér mat á skilningi og færni nemenda til að byggja á við skipulag kennslu.
Kennaranemar kynnast fræðasviðinu stærðfræðimenntum og leiðum til að fylgjast með rannsóknum og þróun kennsluhátta til að þeir geti sótt sér hugmyndir og hvatningu til að þróa markvisst stærðfræðikennslu sína.
Vinnulag
Haldnir verða fyrirlestrar og nemendur taka þátt í umræðum og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um rannsóknir og glíma sjálfir við stærðfræðileg viðfangsefni ásamt því að skipuleggja kennslu og kenna eftir skipulagi sínu.
Vettvangshluti námskeiðsins (3Ve) fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs og samsvarar einni og hálfri viku á vettvangi, 6 tíma á dag.
Nemar halda dagbók um nám sitt og ígrundun á því frá upphafi námskeiðs og byggja á henni við skrif lokaverkefnis námskeiðsins.
Lokaverkefni (GKY601L)
Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu er 10 eininga skriflegt verkefni sem unnið er undir handleiðslu leiðbeinanda.Lokaverkefnið er unnið undir lok grunnnámsins og miðar að því að nemandi dýpki skilning sinn á:
- afmörkuðu efni og tengi það sínu fræðasviði (grein og sérhæfingu)
- verkefnin skulu hafa gildi á sviði kennslu
- Haust
- Sjálfbærni, náttúra og listirB
- Útivist og útinám í lífi og starfiB
- Vor
- Tómstundir og börnB
- Útikennsla og græn nytjahönnunB
- Lesið í skóginn og tálgað í tréBE
- Leikir í frístunda- og skólastarfiB
- LífsleikniB
- Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt námB
- Sumar
- Staðartengd útimenntunB
- Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himniB
- Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifunBE
Sjálfbærni, náttúra og listir (LSS309G)
Þau viðfangsefni sem unnið verður með á námskeiðinu eru sjálfbærni og sjálfbærnimenntun, sem felur í sér þátttöku barna í samfélaginu og nám þeirra um náttúruna í tengslum við sjálfbærnimenntun. Unnið verður með með hugmyndir barna um líkama sinn og tengsl við heilsu þeirra og velferð, líffræðilegan fjölbreytileika og samspil lífvera í náttúrunni. Unnið verður með gildi og tilgang sjálfbærnimenntunar, samskipti manns og náttúru með tilliti til umhverfisvandamála og hvað megi gera til að bæta þessi samskipti m.a. í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Kannaðar verða árangursríkar leiðir í sjálfbærnimenntun.
Áhersla verður á náttúruskynjun og fagurfræði og hvernig vinna má með náttúru og sjálfbærni í myndmennt með börnum. Fjallað verður um hvernig megi vinna með viðfangsefni námskeiðsins í leiklist svo sem í; hlutverkaleik, hefðbundnum leikjum og spuna þ.e.a.s. úrvinnslu skynjunar, upplifunar, tilfinninga og hugmynda í sköpun og leik.
Útivist og útinám í lífi og starfi (TÓS301G)
Inntak: Fjallað verður um hugmyndafræði og gildi útináms og ævintýranáms í starfi með fólki með áherslu á hagnýtar kenningar, rannsóknir og reynslu af vettvangi. Áhersla er lögð á að annars vegar að njóta náttúrunnar og hins vegar að greina hvernig náttúran getur verið vettvangur fyrir uppeldi og margskonar nám (t.d. með rýni í plöntur, dýr eða landslag).
Kynntar eru leiðir um hvernig náttúran getur auðgað starf með börnum, unglingum og fullorðnum m.a. til þess að efla sjálfstraust, sjálfsmynd, uppbyggjandi samskipti og auka þekkingu fólks á náttúrunni og efla tengsl okkar við hana. Einkum er litið á vettvang frítímans sem þann starfsvettvang sem unnið er með, en einnig er unnið með útfærslu og framkvæmd útináms í skóla- eða tómstundastarfi. Kennaranemar sem taka námskeiðið vinna sín verkefni með hliðsjón af skólastarfi og tengingar við aðalnámskrá. Fjallað verður um ýmis gagnleg atriði varðandi útivist m.a. um útbúnað, klæðnað, ferðamennsku og öryggismál.
Farið verður í eina tveggja nátta ferð 1. - 3. október 2025 og eina einnar nætur ferð 11.- 12. nóvember 2025 þar sem nemendur glíma við raunveruleg verkefni á vettvangi.
Ferðakostnaður: Innheimt verða gjöld vegna kostnaðar sem til fellur vegna ferðar, kr. 17.000.
Vinnulag: Námskeiðið er kennt bæði í stað- og fjarnámi. Í staðnámi er að jafnaði kennt tvo dag í viku.
Kennslan byggir á fyrirlestrum, verklegri kennslu, útivistarferðum, verkefnavinnu og umræðum. Rík áhersla er lögð á fjölbreyttar útivistarferðir þar sem nemendur takast á við raunveruleg verkefni. Umræður eru í tímum og á neti, en einnig er rætt um upplifanir hópsins og einstaklinganna í ferðunum og rýnt í þann lærdóm sem af þeim má draga (ígrundun). Unnin eru verkefni þar sem nemendur þurfa m.a. að fara með hóp í ferð. Þar reynir á ferlið frá hugmynd (sköpun), undirbúning, framkvæmd og mat.
Nemendur eru hvattir til að nota leiðarbók á námskeiðinu fyrir ígrundanir, minnispunkta og hugleiðingar.
Námsmat
Nemendur þurfa að:
- Útinámsleiðangrar
- Valverkefni (Hlaðvarp eða kynning)
- Vinna útinámsverkefni í skálaferð.
- Halda ígrundandi leiðarbók og skila inn faglegri ígrundun (ferilmappa).
- Taka þátt í ferðum og skyldumæting í tíma (skyldumæting í ferðir og lotur hjá fjarnemum).
- Fjarnemar gera útdrætti úr fyrirlestrum og ýmis önnur verkefni.
- Munnlegt próf
Nauðsynlegt er að ná lágmarkseinkunn 5,0 í hverjum þætti námsmats. Samveruskylda er í námskeiðinu. Mæting undir 80% jafngildir falli í námskeiðinu.
Tómstundir og börn (TÓS202G)
Megin viðfangsefni námskeiðsins eru tómstundir barna á aldrinum 6-12 ára í víðum skilningi. Fjallað er um helstu uppeldisfræðislegu sjónarhornin með þennan aldurshóp í huga, sem og margvíslegar áskoranir sem börn á þessum aldri standa frammi fyrir.
Viðfangsefni námskeiðsins snúa meðal annars að lýðræðislegum starfsháttum í starfi með börnum, viðmiðum um gæði í frístundastarfi og öryggis- og velferðarmálum í æskulýðs- og tómstundastarfi. Þá er einnig fjallað um mikilvægi frjálsa leiksins, fjölmenningu og inngildingu, samskipti og gagnrýna hugsun, listir, barnamenningu og skapandi starf og tómstundastarf með margbreytilegum barnahópum.
Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist skilning og innsæi í helstu kenningar um þroska, nám og félagsfærni 6 – 12 ára barna, þekki til umgjörðar og laga um starfsemi stofnana á vettvangi frístunda- og æskulýðsstarfs og skilji möguleika og hindranir fyrir þátttöku barna í tómstundastarfi. Þá er einnig fjallað um samspils stöðu barna við umhverfi sitt og náttúru, listir og menningu, lýðræðisleg vinnubrögð í frístundastarfi með börnum, í fjölmenningarsamfélagi. Einnig er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til að ígrunda eigin reynslu og reynsluheim af tómstundum sem börn.
Á námskeiðinu er litið til viðmiða um virðingu og skilning, eins og fram kemur í gátlista Háskóla Íslands um jafnrétti í kennslu.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lesið í skóginn og tálgað í tré (LVG015G)
Markmið: Að nemendur kynnist hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögð við gerð hluta úr íslensku efni.
Inntak / viðfangsefni: Megináherslan er lögð á verklega þáttinn þar sem nemendur vinna með blautt og þurrt efni úr íslenskum skógum. Kennd verða helstu vinnubrögð í tálgun, bæði með hníf og exi. Einnig verða kennd grundvallaratriði í viðar- og vistfræði og kannað hvernig hægt er að nýta sér form og eiginleika íslenskra viðartegunda. Farið verður í vettvangsferð í skóg í nágrenninu og hugað að efnisöflun og útikennslu í skógi. Kynnt verður skólaverkefnið Lesið í skóginn, samþætt kennsluverkefni um íslenska skóga og nýtingu þeirra.
Nemendur á kjörsviði hönnunar og smíða fá sérstakan undirbúning fyrir kennslu á vettvangi með tilheyrandi verkefnum.
Vinnulag: Verkleg þjálfun og fyrirlestrar.
Leikir í frístunda- og skólastarfi (TÓS409G)
Á námskeiðinu er fjallað um gildi góðra leikja í frístunda- og skólastarfi. Nefna má kynningar – og hópstyrkingarleiki, hlutverkaleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, spurningaleiki, umhverfisleiki, námsspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki, leikræna tjáningu o.s.frv. Þátttakendur spreyta sig á að prófa margvíslega leiki og leggja mat á þá. Þá verður unnið í hópum við að safna góðum leikjum (námsmappa- portfolio) sem hægt er að nota í frístunda- og skólastarfi.
Lífsleikni (TÓS404G)
Námskeiðinu er ætlað að efla færni nemenda í að vinna að velferð og hamingju fólks á öllum aldri, þó með áherslu á börn, unglinga og ungt fólk. Áhersla er lögð á starfsaðferðir og leiðir sem nýtast í eigin lífi sem fyrirmynd á vettvangi uppeldis og tómstundastarfs og í vinnu með öðrum. Rík áhersla er lögð á verkefnavinnu og samvinnu. Við lok námskeiðs ættu nemendur því að búa yfir aukinni færni sem nýtist í eigin lífi sem og í starfi á vettvangi. Námskeiðinu er ætlað að mæta aukinni áherslu á þá þætti í starfi með börnum og unglingum sem styðja við farsæld og gott líf á vettvangi skóla – og frístundastarfs.
Á námskeiðinu munum við fjalla um lífsleikni, hvernig við lifum lífinu, líðan og hvernig hægt er að hafa áhrif á líf okkar og annarra. Við munum leggja áherslu á hagnýtar leiðir sem byggja á fræðilegum grunni og tengjast sjálfsþekkingu og hæfni einstaklings til að lifa farsælu lífi. Fjallað verður um seiglu, tilfinningar, núvitund, streitu og líkamlega og andlega velferð og unnið verður með starfsaðferðir og kennsluaðferðir leiklistar auk annarra leiða.
Vinnulag:
Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna. Námskeiðið er að hluta til með vendikennslufyrirkomulagi þar sem stuttir fyrirlestrar um viðfangsefni hverrar viku verða aðgengilegir á vef og umræðu- og verkefnatímar eru í hverri viku. Í námskeiðinu vinna nemendur einstakingsverkefni, þeir prófa aðferðir í lífsleiknikennslu á eigin skinni sem og hópverkefni sem felast í að reyna aðferðir í kennslu/starfi með öðrum. Að auki rýna nemendur í eigin vinnu og samnemenda. Munnlegt próf er í lok námskeiðs. Skyldumæting er í einn umræðu- og verkefnatíma í hverri viku en að öðru leyti er fyrirkomulag fjarnáms kynnt sérstaklega í upphafi námskeiðs og tímaáætlun að hluta til unnin með nemendum. Þriggja vikna kennsluhlé er í námskeiðinu í mars vegna vettvangsnáms í tómstunda- og félagsmálafræði.
Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt nám (TÓS008G)
Námskeiðið Frístundalæsi er ætlað nemendum í tómstunda- og félagsmálafræði og öðrum þeim sem starfa með börnum og unglingum og vilja efla mál og læsi í gegnum leik og hálfformlegt nám. Námskeiðið eflir hæfni þátttakenda til að tileinka sér og innleiða ólíkar tegundir læsis á vettvangi frítímans og frístundastarfs.
Handbókin og heimasíðan Frístundalæsi er grunnur námskeiðsins og unnið verður með sjö ólíkar læsistegundir: Félagslæsi, lista- og menningarlæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, náttúru- og umhverfislæsi, vísindalæsi og heilsulæsi.
Nemendur verða hvattir til að nýta eigin reynslu úr starfi með börnum og ungmennum sem verkfæri í náminu, þeir halda starfstengda dagbók og verða hvattir til að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólks.
Verkefni námskeiðsins verða fjölbreytt og unnin í teymum, pörum sem og einstaklingslega: Starfstengd dagbók þar sem þátttakendur tengja markvisst við eigið starf, paraverkefni með samfélagslega skírskotun hvers miðlunarleiðir verða skapandi og frjálsar og hópverkefni þar sem kafað verður ofan í ákveðna tegund læsis.
Staðartengd útimenntun (TÓS001M)
Á námskeiðinu ræður samfélag staðarins tilhögun námsins og við beitum reynslunámi þar sem nemendur upplifa „siglingar, strönd og arfleifð sjóferða“. Í staðartengdri útimenntun er unnið með námsferli sem grundvallað er á upplifun af sögum sem eiga rætur að rekja til ákveðins staðar; einstökum sögulegum staðreyndum, umhverfi, menningu, efnahag, bókmenntum og listum staðarins.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi staðinn með öllum sínum skynfærunum og öðlist þannig tengsl við staðinn sem verða grunnur að þekkingarleit. Með því að tengjast staðnum og bregðast við honum þroska nemendur með sér dýpri skilning á einkennum staðarins, virðingu og vitund um hann. Gengið verður og siglt um undraheim staðarins, inn í fornar og nýjar sögur hans og nemendur velta fyrir sér framtíð staðarins.
Með þennan nýja skilning og viðmið að leiðarljósi munu nemendur kanna með fjölbreyttum hætti ýmis alþjóðleg vandamál, rétt umhverfisins, sjálfbærni og félagslegt réttlæti staðarins?
Nemendur eru hvattir til að beina sjónum sínum að samfélagi, sögum, menningu og hagsmunahópum og munu ýmsir sérfróðir aðilar taka þátt í kennslu á námskeiðinu ásamt kennurum. Nemendur upplifa staðartengda uppeldisfræði (e. pedagogy of place) bæði úti og inni að eigin raun og geta með því beitt henni í lífi og starfi.
Námskeiðið hefur verið þróað í samstarfi milli Háskóla Íslands og Outdoor Learning teymisins í Plymouth Marjon University í Bretlandi og er stutt af Siglingaklúbbnum Ými, Vatnasportmiðstöðinni Siglunesi, Sjóminjasafni Reykjavíkur og Sjávarklasanun.
Fæðis- og ferðakostnaður: 15.000 kr.
Vinnulag:
Námskeiðið byggir á virkri þátttöku allra. Undirbúningsdagur er xx. júní kl. 16.30-18. Námskeiðið er dagana xx. ágúst og xx. 2026 og miðað er við kennslu allan daginn og við erum mjög mikið úti.
Námskeiðið fer fram mikið úti. Stefnt er að því að fara á sjó, upplifa fjöru og strandlengju, kynnast nýjum hliðum á Reykjavík og fara í Viðey og jafnvel Gróttu.
Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himni (TÓS004M)
Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun, samvinnu nemenda og kennara af ólíkum fræðasviðum. Vettvangur námsins er náttúra Íslands. Unnið með þrjú viðfangsefni þ.e. ígrundun, útilíf og sjálfbærni með áherslu á persónulegan- og faglega þroska þátttakenda.
Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl manns og náttúru og ígrundun eigin upplifana. Kenndir verða og þjálfaðir þættir sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar ferðast er gangandi um óbyggðir. Fjallað verður um hugmyndafræði útilífs (friluftsliv) og hún sett í samhengi við samtímann.
Skipulag verður:
Undirbúningsdagur 21. maí 2025 kl 17:00-18:30
Sameiginlegar dagsferðir verða 25. maí og 1. júní 2025 frá klukkan 10:00-17:00
Ferðalag námskeiðsins verður 13. – 15. júní 2025 (föstudagur kl. 9 til sunnudags kl. 18). Farið verður út úr bænum, gist í tjöldum og ferðast gangandi um náttúru Íslands.
Ferðakostnaður er 13.000 kr. Auk þess greiða nemendur kostnað vegna fæðis.
Skyldumæting er í alla þætti námskeiðsins.
Námsmat
Til að ljúka námskeiðinu þarf hver nemandi að gera eftirfarandi:
1. Taka virkan þátt í öllu námskeiðinu (undirbúningsdagur, ferðalag og vinnusmiðja).
2. Lesa námsefni og setja það í samhengi.
3. Fyrir brottför að hafa valið eina bók af þremur og lesið.
4. Skilað 500-600 orða ígrundun um eina bók (nemendur velja sér eina af þremur bókum) sem valin er og lesin fyrir brottför.
5. Halda leiðarbók, bæði með hópnum og einnig til að þjálfa sig í að beita rýni eða ígrundandi námsaðferðum. Hópleiðarbókinni er skilað sem námsgagni en einstaklingsbókinni skila nemendur ekki í heild sinni til kennara, heldur nota sem undirstöðu í „Greinandi úttekt á reynslunni“
6. Skila verkefni sem byggir á ígrundandi leiðarbók (reflective journal). Umfang þess er 4-6 síður (2500-3500 orð), fylgja APA reglum varðandi uppsetningu og vísun í heimildir. Sérstakur kafli þarf að vera þar sem fjallað er um fræðilega undirstöðu ígrundandi námsaðferða.
7. Í ágúst hittist hópurinn aftur og skoðar reynsluna í samhengi við eigin útivist um sumarið og fræðilegt samhengi námskeiðsins.
Námsmat er lokið/ólokið. Ekki er hægt að ljúka hluta námskeiðsins.
Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifun (TÓS003M)
Á námskeiðinu er lögð áhersla á beina reynslu af náttúru Íslands og umfjöllun um náttúruvísindi með áherslu á eldfjalla- og jöklafræði; eld og ís. Námskeiðið hentar þeim sem skipuleggja náms- og vettvangsferðir í íslenska náttúru, s.s. þá sem starfa eða stefna á störf í skóla, á vettvangi frístunda eða ferðaþjónustu.
Aðstæður verða bæði nýttar til að til að rýna í menntunarfræðihugtökin útimenntun, náttúrutúlkun, ævimenntun og starfendafræðslu og ferðamálafræðihugtökin fjallaferðamennska, loftlagsferðamennska, vísindaferðaþjónusta og félagsleg ferðaþjónusta. Samhæfð félagsleg viðbrögð við náttúruhamförum og öryggismál verða einnig tekin til umfjöllunar.
Vettvangur námsins eru gosstöðvarnar á Reykjanesi og Breiðamerkursandur í Vatnajökulsþjóðgarði, sem gefur kost á að setja í samhengi sjálfbæra sambúð manns og náttúru með sérstakri áherslu á eldgos, jökla, loftlagsbreytingar, veðuröfgar, náttúruhamfarir og náttúruvá.
Kjarni námskeiðsins er ferðalag í fjóra daga 18. - 21. júní. Farið verður í rútu, gist á farfuglaheimilum og ferðast gangandi um náttúru Íslands. Þátttakendur sjá að hluta til um að elda sjálfir sameiginlegan mat og þurfa að vera búnir til útivistar. Unnið er á ígrundandi hátt með skynjun og upplifanir, auk þess að njóta þess að ferðast um með hæglátum hætti um náttúruna. Undirbúningsfundur er í 3. júní kl. 16-18.
Meginþættir námskeiðsins tengjast náttúru, menntun og ferðamennsku og þessa þætti er nálgast með ábyrgum og öruggan hætti. Viðfangsefni námskeiðsins verða skoðuð út frá hugtökunum kvika (dýnamík), fjölbreytni (e. diversity), gagnvirkni (e. interactivity) og, síðast en ekki síst, ferlar (e. processes) – og hvernig reynsla og ígrundun fléttar þessa þætti saman.
Kennsla og nám
Þverfræðilegur hópur sérfræðinga og kennara kemur að námskeiðinu og áhersla er lögð á að fá til liðs við okkur fagfólk af svæðunum þar sem markviss innlegg, samtal, skynjun og ígrundun þátttakenda er í fókus. Lært er frá morgni til kvölds og unnið með óljós skil á milli þess sem er að kenna og læra, milli þess að læra af umhverfinu, öðru fólki og ferðalaginu sjálfu.
Í námsmati er rík áhersla lögð á að nemendur ígrundi upplifanir sínar og setji þær í samhengi við fræðileg viðfangsefni námskeiðsins og fyrri reynslu. Einnig munu nemendur vinna verkefni þar sem tengja á viðgangsefni námskeiðsins, eigin reynslu og þekkingu við starf á vettvangi. Sá vettvangur getur t.d. verið innan skóla- og frístundastarfs, félagsmála, ferðaþjónustu eða rannsókna.
Námskeiðið er þróunarverkefni þeirra aðila sem að því koma, sem eru m.a. Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði og Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.