Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði

Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði

B.Ed. – 180 einingar

Námið hefur það að meginmarkmiði að efla þekkingu kennaranema á stærðfræði og stærðfræðimenntun og gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni í grunnskólakennslu. Námið er í nánum tengslum við vettvang og vettvangsnám er samþætt fræðilegum undirbúningi fyrir frekara nám og starf í grunnskóla.

Skipulag náms

X

Þættir úr algebru og rúmfræði (SNU102G)

Viðfangsefni eru valin atriði úr sígildri rúmfræði, hnitarúmfræði og algebru ásamt kynningu á hugbúnaði sem nýtist við rúmfræði- og algebrunám og kennslu.

Fjallað verður um grunnatriði Evklíðskrar rúmfræði;  hugtök, frumforsendur og setningar um samsíða línur, marghyrninga og hringi. Fengist er við einfaldar teikningar með hringfara og reglustiku. Einnig verður farið í atriði úr hnitarúmfræði, t.d. jöfnu hrings og kynntar lausnaraðferðir fyrir línulegar jöfnur og jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, tölugildisjöfnur og ójöfnur.

Kennt verður á hugbúnaðinn GeoGebru og hann nýttur við myndræna túlkun, tilgátusmíð og teikningar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Að mennta sig sjálfan eða einhvern annan, er styrking í svo marga staði. Það er ákaflega gefandi að sjá unga fólkið bæta sig meir og meir, sama hvort það sé bóklega, verklega eða andlega. Að móta komandi kynslóðir fyrir okkar samfélag eru forréttindi. Sama hversu stór partur maður er af ferlinu. Námið opnar svo margar hurðir og eru kennarar við Háskóla Íslands alltaf reiðubúnir að sýna þér hvað liggur á bakvið þær.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.