Soffía Auður hefur rannsakað nútíma- og samtímabókmenntir um árabil. Hún hefur skrifað fræðigreinar og ítarlega ritdóma um fjölda skáldverka og 2020 birtist úrval þessara skrifa í bókinni Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum (Háskólaútgáfan).
Í bókina voru valdar 31 greinar sem tengdust kvenlýsingum í íslenskum bókmenntum og hyggst Soffía Auður gefa út annað greinaúrval þar sem sjónarhornið verður á karllýsingar í íslenskum bókmenntum.