Rannsókn á ævi og örlögum sex systra, dætra Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal
Rannsóknin snýst um sex dætur Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal. Lífshlaup hverrar og einnar þeirra hefur áhugaverða sögu að geyma og saman snerta þær á flestu sem varðar sögu íslenskra kvenna á nítjándu öld. Í sögum systranna má greina málefni á borð við sjálfsákvörðunarrétt kvenna, nauðungargiftingar, barnadauða, tvírætt kynferði, hjónaskilnaði, ríkidæmi og fátækt, heilsu og kvenna og veikindi, svo fátt eitt sé talið. Spurningar um sjálfsmynd, sjálfstæði, kynhlutverk og eigið áhrifavald liggja til grundvallar. Rannsóknarspurningarnar varða hlutskipti kvenna og hvaða möguleika konur áttu til að njóta hæfileika sinna og lifa hamingjuríku lífi í samfélagi nítjándu aldar á Íslandi.
Soffía Auður hefur þegar birt grein um eina systurina, Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, sem lesa má hér. Þá hefur hún haldið nokkur erindi tengd rannsókninni, meðal annars um yngstu systurina, Guðlaugu Ragnhildi Sveinbjarnardóttur, sem horfa má á hér að neðan.
Soffía Auður stefnir að því birta fleiri fræðigreinar tengdar þessu rannsóknarverkefni og að gefa út bók um systurnar sex.