Skip to main content
15. september 2020

Lokað í Hámu á Háskólatorgi vegna COVID-19-smits

""

Meðfylgjandi tilkynning barst frá Félagsstofnun stúdenta mánudaginn 14. september: 

„Kæru stúdentar og starfsfólk HÍ.

Upp hefur komið staðfest COVID-19 smit í Hámu á Háskólatorgi. Í samstarfi við smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis hefur verið gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu og gæta þannig fyllsta öryggis. Fela þær aðgerðir í sér að starfsfólk Hámu á Háskólatorgi fer nú í sóttkví og sýnatöku. Lokað verður í Hámu á Háskólatorgi og á salatbar út þessa viku á meðan beðið er eftir niðurstöðum. 

Opið verður í Stúdentakjallaranum og í Hámu í Tæknigarði, Odda, Öskju, Læknagarði, Eirbergi, Þjóðarbókhlöðunni og Stakkahlíð. Ekki verður boðið upp á heitan mat og súpu í Hámu fyrr en Háma á Háskólatorgi opnar aftur.“

""