3. september 2020
Hvernig má meta kostnað og ávinning af ferðatakmörkunum?
Tekist er á um það í samfélaginu þessa dagana að hvort og þá hvernig haga eigi ferðatakmörkunum á landamærum á þessum óvenjulegu tímum og þar vegast á ýmis sjónarmið. En hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af því að hafa ferðatakmarkanir á landamærum Íslands?
Í nýju fræðslumyndbandi fer Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, yfir það hvernig má framkvæma hagfræðilegt mat á fyrirkomulagi ferða til landsins á þeim óvenjulegu tímum sem fylgja kórónuveirufaraldrinum. Í myndbandinu kynnir Tinna eina aðferð sem dæmi um þá útreikninga sem hægt að nota og til hvaða þátta þarf að horfa við slíka útreikninga.
Myndbandið má nálgast hér að neðan.