Árið 2006 fannst grjótkrabbi (Cancer irroratus) hér við land. Það var fyrsti fundur krabbans utan Norður Ameríku en náttúruleg útbreiðsla hans er meðfram austurströnd Norður Ameríku frá S-Karólínu norður til Labrador. Að öllum líkindum barst grjótkrabbinn hingað til lands sem lirfa í kjölfestuvatni skipa og telst hann því sem framandi tegund í lífríki Íslands. Grjótkrabbinn er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið um 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Frá því að grjótkrabbinn fannst fyrst hér við land árið 2006 hefur Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum staðið að rannsóknum á honum sem beinast m.a. að útbreiðslu hans við landið, búsvæðavali, tímgun, lirfuþroskun, lirfuþéttleika í uppsjó, stofnstærðarmati, uppruna stofnsins og erfðabreytileika innan stofnsins. Náttúrustofa Suðvesturlands er helsti samstarfsaðili setursins í rannsóknum á grjótkrabba. Birtar greinar setursins varðandi verkefnið Hér má sjá þær greinar sem birtar hafa verið um rannsóknir á grjótkrabba við Ísland: Óskar Sindri Gíslason, Snæbjörn Pálsson, Jónas P. Jónasson, Hermann Dreki Guls, Jörundur Svavarsson, Halldór P. Halldórsson. (2020). Population dynamics of three brachyuran crab species (Decapoda) in Icelandic waters: impact of recent colonization of the Atlantic rock crab (Cancer irroratus). ICES Journal of Marine Science. https://doi.org/10.1093/icesjms/fsaa059 Óskar Sindri Gíslason, Snæbjörn Pálsson, Jónas P. Jónasson, Jörundur Svavarsson, Halldór P. Halldórsson. (2017). Population density and growth of the newly introduced Atlantic rock crab Cancer irroratus Say, 1817 (Decapoda, Brachyura) in Iceland: a four-year mark-recapture study. Marine Biology Research 13: 198–209. https://doi.org/10.1080/17451000.2016.1240875 Óskar Sindri Gíslason, Halldór P. Halldórsson, Marinó F. Pálsson, Snæbjörn Pálsson, Brynhildur Davíðsdóttir og Jörundur Svavarsson (2014) Invasion of the Atlantic rock crab Cancer irroratus at high latitudes. Biological Invasions doi: 10.1007/s10530-013-0632-7 Jónas P. Jónasson og Óskar Sindri Gíslason (2014) Tilraunaveiðar á grjótkrabba (Cancer irroratus) í Faxaflóa og Breiðafirði. Hafrannsóknir nr. 175, 72-79 Óskar Sindri Gíslason, Jónas P. Jónasson, Jörundur Svavarsson og Halldór P. Halldórsson (2013) Merkingar og þéttleikamat á grjótkrabba við Ísland. Náttúrufræðingurinn 83 (1-2) 39-48 Óskar Sindri Gíslason, Snæbjörn Pálsson, Niall J. Mckeown, Halldór P. Halldórsson, Paul W. Shaw og Jörundur Svavarsson (2013) Genetic variation in a newly established population of the Atlantic rock crab Cancer irroratus in Iceland. Marine Ecology Progress Series 494: 219–230 doi: 10.3354/meps10537 Óskar Sindri Gíslason, Halldór P. Halldórsson, Jörundur Svavarsson og Snæbjörn Pálsson (2013) Nuclear mitochondrial DNA (numt) in the Atlantic rock crab Cancer irroratus (Say, 1817) (Decapoda, Cancridae). Crustaceana, 86 (5) 537-552. doi: 10.1163/15685403-00003191 Fara aftur á heimasíðu Suðurnesja facebooklinkedintwitter