Skip to main content

M.Phil.

Komið getur í ljós á námstíma til doktorsprófs að nemandi muni ekki ljúka doktorsnámi á tilsettum tíma að mati nemandans eða doktorsnefndar.

Undir sérstökum kringumstæðum (sbr. nánar skilyrði í 19. tölulið 69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands) getur þá doktorsnefnd mælt með því við fastanefnd deildar eða fræðasviðs að doktorsnámi verði hætt og nemanda gefist kostur á að brautskrást með prófgráðuna M.Phil.

Samþykki fastanefnd tillögu doktorsnefndar hefur nemandi 12 mánuði frá ákvörðun fastanefndar til að ljúka ritgerð/verkefni sem að mati skipaðs prófdómara stenst kröfur sem gerðar eru til M.Phil.-gráðu.