Ný tilkynning frá rektor 11. mars vegna COVID 19 faraldurs
Rektor Háskóla Íslands hefur sent tilkynningu á starfsmenn og stúdenta um stöðu mála vegna COVID-19 faraldursins.
„Neyðarstjórn Háskóla Íslands fundaði í morgun til að fara yfir stöðu mála varðandi COVID-19.
Vefsíður á ytri og innri vef sem innihalda helstu upplýsingar um viðbúnað vegna COVID-19 hafa verið uppfærðar og verður það gert jöfnum höndum eftir daglega fundi neyðarstjórnar. Á síðunum er m.a. að finna upplýsingar um hreinlæti, ferðalög, sjúkdómseinkenni, samkomur, nám og kennslu ásamt þjónustu.
Nemendur og starfsfólk er eindregið hvatt til að kynna sér efni á síðunum. Áréttað er að handþvottur er mikilvægasta einstaka sýkingarvörnin, sbr. leiðbeiningar Landlæknisembættisins og Vísindavefs Háskóla Íslands. Einnig er ítrekað að fólk með áhættuþætti á að vinna heima, forðast mannamót að óþörfu og huga vel að hreinlæti.
Neyðarastjórn beinir því til deildarforseta, formanna námsbrauta, deildarstjóra og annars umsjónarfólks náms til að kynna sér nú þegar úrræði til fjarkennslu og fjarfunda til að tryggja áframhaldandi kennslu komi til samkomubanns.
Ábendingar og spurningar til neyðarstjórnar berist á netfangið neydarstjorn@hi.is
Með góðri kveðju,
Jón Atli Benediktsson, rektor“