Heilsuhegðun ungra Íslendinga — Kynning á niðurstöðum
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Bratti
Viðamikil langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands í samstarfi við Reykjavíkurborg, Hjartavernd, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Lýðheilsustöð Bandaríkjanna.
Markmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu og langtímabreytingar á hreyfingu, svefni, þreki, og andlegri líðan íslenskra ungmenna.
Kynntar verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.00-16.30 í Bratta í Háskóla Íslands í Stakkahlíð.
Dagskráin er sem hér segir:
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, flytur opnunarávarp.
Örfyrirlestrar
Vísindamenn og doktorsnemar kynna niðurstöður afmarkaðra þátta rannsóknarinnar.
Hannes Hrafnkelsson - Lágt D-vítamín hjá reykvískum börnum – Skiptir það máli?
Soffía Hrafnkelsdóttir - Skjánotkun, hreyfing og andleg líðan
Vaka Rögnvaldsdóttir - Svefn, hreyfing og holdarfar
Rúna Sif Stefánsdóttir - Áhrif skólaumhverfis á svefnmynstur
Elvar Smári Sævarsson - Íþróttaþátttaka, námsárangur og lífsstíll
Sunna Gestsdóttir - Andleg líðan og tengsl við heilsufarsþætti
Erlingur Jóhannsson - Lokaorð og samantekt
Fundarstjóri: Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og fyrsti brautskráði doktorinn í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.
Boðið verður upp á heilsusamlegt snarl að dagskrá lokinni.
Verið öll velkomin!
Vefur rannsóknarinnar er heilsuhegdun.hi.is
Kynntar verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.00-16.30 í Bratta í Háskóla Íslands í Stakkahlíð.