Engin fátækt Að útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar 1.1 Eigi síðar en árið 2030 hafi sárri fátækt verið útrýmt alls staðar. Miðað verði við að enginn hafi minna á milli handanna en sem nemur 1,25 bandaríkjadölum á dag til að framfleyta sér. 1.2 Eigi síðar en árið 2030 búi a.m.k. helmingi færri karlar, konur og börn, óháð aldri, við fátækt eins og hún er skilgreind í hverju landi. 1.3 Innleidd verði viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. 1.4 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir, karlar sem konur, og þá einkum fátækt fólk og fólk í viðkvæmri stöðu, eigi jafnan rétt til efnahagslegra bjargráða og hafi sama aðgengi að grunnþjónustu, eignarhaldi á og yfirráðum yfir landi og öðrum eignum, erfðum, náttúruauðlindum, viðeigandi tækninýjungum og fjármálaþjónustu, þ.m.t. fjármögnun smærri fjárfestinga. 1.5 Eigi síðar en árið 2030 verði staða fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu styrkt með fyrirbyggjandi aðgerðum til að bregðast við alvarlegum atburðum af völdum loftslagsbreytinga, efnahagslegum eða félagslegum áföllum, umhverfisskaða eða hamförum. Vísindamenn tengdir markmiðinu Berglind Rós MagnúsdóttirPrófessor5255352brm [hjá] hi.is Guðný Björk EydalPrófessor5254258ge [hjá] hi.is Guðrún Valgerður StefánsdóttirPrófessor emerita5255366gvs [hjá] hi.is Hanna RagnarsdóttirPrófessor5255377hannar [hjá] hi.is James Gordon RicePrófessor5255456james [hjá] hi.is Kristín Vala RagnarsdóttirPrófessor emerita5255886vala [hjá] hi.is Sigrún ÓlafsdóttirPrófessor5254698sigruno [hjá] hi.is Stefán ÓlafssonPrófessor emeritusolafsson [hjá] hi.is Þróunarlönd 1.A Tryggð verði margvísleg úrræði fyrir þróunarlönd, einkum þau verst settu, þar á meðal með aukinni þróunarsamvinnu, til að þeim standi til boða fullnægjandi og áreiðanleg aðstoð og hrint verði í framkvæmd áætlunum sem miða að því að útrýma fátækt í allri sinni mynd. 1.B Mótuð verði traust umgjörð um stefnumál, alþjóðleg, svæðisbundin og á landsvísu, sem byggist á þróunaráætlunum sem taka einkum mið af stöðu fátækra og kynjamismunun, í því skyni að tryggja að aukið fjármagn fari í aðgerðir sem miða að því að útrýma fátækt. Tengt efni Háskólinn og heimsmarkmiðin Viðburður 19. nóvember Myndir frá viðburðinum Heimsmarkmið nr. 1: Engin fátækt facebooklinkedintwitter