Háskóli Íslands er bakhjarl Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Skólinn leggur til ýmsa sérfræðiþekkingu við undirbúning keppenda. Keppendur leggja til hugmyndir. Þær geta bæði verið nýsköpun eða betri útfærsla á uppfinningum sem eru til nú þegar. Nánari upplýsingar um keppnina hér Markmið og tilgangur keppninnar Tilgangur keppninnar er að: virkja sköpunarkraft og þroska barna efla frumkvæði styrkja sjálfsmyndina efla nýsköpun vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi Fyrir hverja er keppnin? Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. - 7. bekk grunnskóla. Undirbúningur Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu. Nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika. Dæmi um hluti sem voru fundnir upp af ungum vísindamönnum: íspinni trampólín eyrnahlífar blindraletur vasareiknir Tengt efni Vísindasmiðjan Ungir vísindamenn Háskóli ungafólksins Háskólalestin FLL tækni-og hönnunarkeppni facebooklinkedintwitter