Danskur sendilektor og farkennarar til Íslands
Á þessu skólaári verður Martin Reng danskur sendilektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hlutverk sendilektors er fyrst og fremst að vinna að talþjálfun kennaranema til að auka færni þeirra í dönsku talmáli. Að auki tekur sendilektor þátt í að skipuleggja og framkvæma kennslu og námskeið fyrir dönskukennara á grunn- og framhaldsskólastigi.
Einnig hefur á vegum Menntavísindasviðs verið ráðnir tveir farkennarar, þeir Mette Munksgaard og Annemette Erichsen. Í starfi sinu leggja þeir áherslu á hinn munnlega þátt þannig að nemendur geti nýtt sér kosti þess að hafa kennara sem hefur dönsku að móðurmáli. Farkennarar skipuleggja jafnframt stutt námskeið fyrir íslenska kennara á þeim stöðum sem þeir eru sendir til starfa. Mette mun vinna á höfuðborgarsvæðinu en Annemette mun starfa á Ísafirði og Akureyri.
Sendilektor og farkennarar eru hluti af samstarfsverkefni milli mennta- og menntamálaráðuneytisins og danska menntamálaráðuneytisins.