Doktorsvörn í efnafræði - Sergei Y. Liashko
Askja
N-132
Doktorsefni: Sergei Y. Liashko
Heiti ritgerðar: Varmadrifnar breytingar á seglun í smásæjum segulkerfum.
Andmælendur:
Robert L. Stamps, prófessor og deildarstjóri við Manitoba-háskóla í Kanada
Dr. Peter Derlet, sérfræðingur hjá Paul Scherrer stofnuninni í Swiss.
Leiðbeinendur: Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og Valery M. Uzdin, prófessor í eðlisfræði við ITMO háskóla í St. Pétursborg.
Aðrir í doktorsnefnd: Pavel Bessarab, Sérfræðingur, Raunvísindastofnun Háskólans og Unnar Arnalds, Sérfræðingur, Raunvísindastofnun Háskólans
Doktorsvörn stýrir: Oddur Ingólfsson, deildarforseti Raunvísindadeildar.
Ágrip af rannsókn: Smásæjar segulagnir gegna mikilvægu hlutverki víða, t.a.m. í smástirnum og steindum jarðskorpunnar, sem og í lífverum og hátæknihlutum eins og stafrænum gagnageymslum. Það er mikilvægt að geta lýst eiginleikum slíkra agna við gefið hitastig og ytra segulsvið. Í ritgerðinni er greint frá þróun á aðferð til að meta líftíma segulástanda í smásæjum segulögnum. Aðferðin byggist á virkjunarástandskenningunni ásamt kjörsveifilsnálgun og samsvarar útvíkkun á Stoner-Wohlfarth líkingunni með því að innleiða áhrif hitastigs. Einfaldar líkingar eru leiddar út fyrir líftíma segulástanda sem fall af styrkleika segulsviðsins og hitastigi fyrir tilteknar stefnur sviðsins. Eiginleikar samsafna af segulögnum í spunaíseiningum eru kannaðir og útreiknaður líftími grunnástanda slíkra kerfa reynist vera í góðu samræmi við birtar mæliniðurstöður.
Um doktorsefnið: Sergei Liashko fæddist árið 1990 í bænum Vorkuta í Rússlandi. Hann lauk M.S. prófi í hagnýtri stærðfræði og tölvunarfræði við ITMO háskóla árið 2013. Hann hóf doktorsnám við ITMO háskóla en frá haustinu 2015 hefur hann verið í sameiginlegu doktrorsnámi við Háskóla Íslands og ITMO háskóla. Áhugamál hans eru m.a. sagnfræði og sund.
Sergei Y. Liashko