Ráðstefna um fjölþætt viðfangsefni framhaldsskóla á Íslandi
Hátt í fjörutíu rannsóknir verða kynntar á ráðstefnunni Framhaldsskóli í þróun sem fram fer föstudaginn 22. september nk. við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin er henni er ætla að skapa vettvang fyrir kennara og fræðimenn til að kynna rannsóknir og nýbreytni í starfi framhaldsskóla hér á landi.
Dagskráin er afar fjölbreytt, til dæmis má nefna þróunarverkefni sem snúast um geðrækt og þróun sálfræðiþjónustu, doktorsrannsókn á tækifærum nemenda til að hafa áhrif á nám sitt, stóra rannsókn á kennsluháttum í framhaldsskólum, þróunarverkefni í stærðfræðikennslu og þróun leiðsagnarmats.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Kalle Nieminen, sérfræðingur á sviði nýsköpunar hjá finnska nýsköpunarsjóðnum. Í fyrirlestri sínum mun hann fjalla um nýbreytni í menntun og áskoranir framtíðar. Niemien hefur í starfi sínu meðal annars fengist við verkefni sem snúa að eflingu nýsköpunar í menntakerfinu í Finnlandi.
Að sögn Þuríðar Jóhannsdóttur, dósents við Menntavísindasvið sem er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar, hafa yfir tvö hundruð manns boðað þátttöku. „Ráðstefnan er tækifæri fyrir kennara, fræðimenn og annað áhugafólk um þróun framhaldsskóla til að hittast og ræða þau mál sem efst eru á baugi. Nokkrir doktorsnemar eru að vinna að rannsóknum sem lúta að framhaldsskólum, t.d. verður kynnt rannsókn á innritun í framhaldsskóla sem jafnan fær athygli í fréttum og umræðu í þjóðfélaginu en hefur ekki verið rannsökuð fræðilega fyrr en nú.“
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Kalle Nieminen, sérfræðingur á sviði nýsköpunar hjá finnska nýsköpunarsjóðnum. Í fyrirlestri sínum mun hann fjalla um nýbreytni í menntun og áskoranir framtíðar. Niemien hefur í starfi sínu meðal annars fengist við verkefni sem snúa að eflingu nýsköpunar í menntakerfinu í Finnlandi.
Að ráðstefnunni standa: Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Skólameistarafélag Íslands, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Námsbraut Háskóla Íslands um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla, Rannsóknastofa um þróun skólastarfs, Rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum og Norræna öndvegissetrið Justice Through Education in the Nordic Countries (JustEd).