Háskóli Íslands vill að treysta böndin við núverandi og brautskráða nemendur og aðra þá sem vilja veg Háskólans sem mestan. Hugmyndin er að sameina krafta allra þeirra sem numið hafa við skólann og efla tengslin við atvinnulífið og eignast þar með öfluga talsmenn og velunnara víða í samfélaginu. Með því að hlúa að tengslaneti Háskólans í heild skapast undirstaða fyrir öflugt starf Háskólavina. Fræðasvið skólans og allar deildir vinna að sama markmiði, að efla tengslin við eigið samfélag og þá sem tala máli skólans úti í samfélaginu. Liður í starfi Háskólavina er mánaðarlegt fréttabréf þar sem finna má fréttir af fjölbreyttu starfi skólans og spennandi viðburðum á vegum hans. Þú getur gerst áskrifandi hér. Hvernig gerist ég Háskólavinur? Háskóli Íslands lítur á alla þá sem hafa útskrifast frá skólanum sem Háskólavini án þess að eiginleg skráning hafi átt sér stað. Aðrir velunnarar og velgjörðarmenn Háskólans, sem vilja tengjast skólanum, teljast einnig til Háskólavina, þar á meðal eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn hans, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Hvernig get ég fylgst með starfseminni? Fréttir sem tengjast Háskólavinum eru birtar í fréttabréfi Háskólavina sem kemur út reglulega auk þess sem þær birtast á Facebooksíðu Háskólans. Það er því einfalt að fylgjast með starfseminni auk þess sem fréttir má finna á vef Háskólans. Hvað kostar að vera Háskólavinur? Enginn kostnaður felst í því að vera Háskólavinur. Fyrst og fremst er verið að efla tengsl á milli háskólasamfélagsins og fyrrverandi nemenda með því að miðla upplýsingum um starfsemina. Hvernig get ég lagt Háskóla Íslands lið? Hægt er að leggja Háskóla Íslands lið með margvíslegum hætti. Það má t.d. styðja við starfsemi og þróun skólans, styrkja rannsóknir, viðhalda tengslum við fyrrum skólafélaga og vini innan skólans, fá upplýsingar um starfsemi hans, fjölbreyttar námsleiðir, metnaðarfullar rannsóknir og viðburði í starfi Háskólans. Er sérstakt Háskólavinastarf eða hollvinastarf innan sviða og deilda HÍ? Fræðasvið Háskóla Íslands eru fimm, deildir eru 25 og um 400 námsleiðir eru í boði. Nú þegar eru nokkrar deildir skólans með virkt hollvinastarf: Félagsráðgjafardeild Lagadeild facebooklinkedintwitter