Guðfræði- og trúarbragðafræðideild býður upp á nám um samspil trúar, menningar og samfélags á þremur námsstigum: BA-nám, MA/mag.theol. nám og doktorsnám. Markmið náms og kennslu í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er að veita fræðilegan grunn í guðfræði og trúarbragðafræði með fjölbreytilegum kennsluaðferðum og jafnframt að efla þekkingu á ólíkum trúarbrögðum og trúarskoðunum. Allt starf deildarinnar fer fram í Aðalbyggingu Háskólans og hafa því nemendur afar gott aðgengi að kennurum. Deildin hefur það að markmiði að nám og kennsla standist alþjóðlega mælikvarða og að útskrifaðir nemendur eigi kost á framhaldsnámi við bestu erlenda háskóla.
Nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild hentar einkum þeim sem:
- hyggja á starf sem prestar eða djáknar í þjóðkirkjunni eða öðrum kirkjum.
- af faglegum ástæðum hefur áhuga á guðfræði eða trúarbragðafræði, t.d. verðandi kennarar, fjölmiðlafólk og aðrir sem starfa á vettvangi menningar og samfélags.
- hafa fræðilegan áhuga á guðfræði og trúarbragðafræðum.