- Ratar þú um háskólasvæðið og þekkir byggingarnar?
- Því ekki að mæta á nýnemakynningu og taka þátt í nýnemadögum og skoða upplýsingasíðu fyrir nýnema.
- Upplýsingar um tölvu- og netþjónustu finnur þú á uts.hi.is.
- Ekki gleyma að virkja netfangið þitt og fá netaðgang.
- Það er mikilvægt að lesa hi-tölvupóstinn sinn reglulega.
- Kynntu þér Ugluna (innra net skólans) og allar hennar möguleika. Þar finnur þú meðal annars kennsluvefinn Canvas, stundatöfluna þína, kennsluáætlun, skipulag náms og fl.
- Því ekki að skrá sig í nemendafélag?
- Það er ýmis þjónusta í boði fyrir þig.
- Það getur komið sér vel að skoða spurt og svarað. Þar má finna ýmsar upplýsingar fyrir nemendur.
- Gott er að skoða kennslualmanakið.
- Í Bóksölu stúdenta finnur þú meðal annars bókalista fyrir þína námsleið og getur keypt bækur og háskólavörur.
- Þjónusta íþróttahúss HÍ er fjölbreytt og aðgengileg. Þar er nýr tækjasalur og fjölbreyttir hópatímar.
- Hefur þú upplifað stemninguna í Stúdentakjallaranum?
- Veistu hvað Stúdentaráð getur gert fyrir þig?
- Náms-og starfsráðgjöf er alltaf til taks.
- Alþjóðasvið veitir upplýsingar um skiptinám og starfsþjálfun.
- Háma selur fjölbreyttar matvörur.
- Þú getur kynnt þér sögu skólans á afmælis- og söguvefnum.
- Ekki gleyma að njóta þín í Háskóla Íslands og vera virkur háskólaborgari
- Þú getur notað #háskóliíslands og #haskoliislands á samfélagsmiðlum
Gagnlegar upplýsingar