Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum á haustin. Næst verða nýnemadagar haldnir 1. - 5. september 2025. Allir nýnemar og aðrir stúdentar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni. Þar er boðið upp á skemmtilega viðburði og fræðslu um lífið og þjónustuna sem veitt er í Háskólanum. Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi. Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið í nýnemavikunni frá kl. 10 - 14 á Háskólatorgi. Fulltrúar frá Stúdentaráði standa fyrir svörum á upplýsingaborðinu. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, húsnæði, félagslíf, þjónustu og margt fleira. Við hvetjum nýnema líka til að horfa þetta myndband þar sem farið er yfir allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands. Það er tilvalið að óska eftir aðgangi að Facebook-síðu fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli. Endilega fylgstu með Instagram-reikningi Háskólans þar sem kynnt er ýmis þjónusta, stuðningur og félagslíf sem stendur nemendum til boða. Kynning á þjónustu Háskólans Liður í nýnemadögum er kynning á þjónustueiningum Háskólans og þá eru helstu þjónustustofnanir skólans með kynningarbása þar sem nemendur geta fengið svör við fjölmörgum spurningum. Kynningarnar eru mánudaginn 1. september 2025 kl. 11:30 - 13:00 á Háskólatorgi. Nemendur geta til að mynda hitt starfsfólk frá: Nemendaráðgjöf, Alþjóðasviði, Nemendaskrá, Tungumálamiðstöð, Ritveri, Landsbókasafni og Smáuglunni – appi Háskóla Íslands Á staðnum eru líka fulltrúar frá: Stúdentaráði, Sjálfbærni- og umhverfismálum, Háskólakórnum, Háskóladansinum, Félagi hinsegin stúdenta og Félagsstofnun stúdenta sem rekur Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann og fleira. Gönguferð um háskólasvæðið. Nýnemum og öðrum nemendum býðst að rölta með fulltrúa nemenda við Háskóla Íslands í Háskólagöngunni. Farið verður um svæðið og litið inn í allar helstu byggingar skólans. Þú færð einnig að heyra alls kyns sögur og fróðleik um starfið í byggingunum og á háskólasvæðinu. Lagt er af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi kl. 12:30 mánudaginn 1. september. Einnig er hægt að skoða myndband af rölti um svæðið og fræðast um staðsetningar bygginga. Tónleikar Á nýnemadögum verður bæði hægt að kíkja á kósý hádegistónleika í Bóksölu stúdenta og einnig fáum við að heyra brot af því sem í boði verður á Októberfest á örtónleikum á Háskólatorgi. Sjá nánar í viðburðadagatalinu á Uglu. Háskólakórinn og Háskóladansinn Háskólakórinn syngur fyrir gesti og gangandi á Háskólatorgi og kynnir starfsemi sína á kynningardeginum 1. september. Þá mun Háskóladansinn einnig kynna sína starfsemi á kynningardeginum ásamt því sem félagsmenn munu stíga sporið á Háskólatorgi miðvikudaginn 3. september kl. 12:00.Spurningaleikur fyrir nýnema. Spurningaleikur fyrir nýnema verður í Uglunni á nýnemadögum en þar verður spurt um ýmislegt sem tengist háskólalífinu. Glæsilegir vinningar í boði, s.s. gjafabréf í Stúdentakjallarann og Bóksölu stúdenta, háskólapeysur, kaffikort ofl. Þjónusta NemendaráðgjafarNemendaráðgjöf veitir víðtæka þjónustu meðal annars náms- og starfsráðgjöf, sértæk úrræði í námi og prófum, sálfræðiþjónustu, námstækninámskeið, Tengslatorg og fleira. Fulltrúar Nemendaráðgjar sjá um kynna þjónustuna á kynningardeginum 1. september en einnig verða sérstakir kynningaviðburðir í boði á nýnemadögum. Sjá nánar í viðburðadagatali Uglu.Taktu hluta af náminu erlendis Alþjóðasvið verður með sérstakan kynningarbás á þjónustukynningunni 1. septeberm og býður þar upp á örkynningu um tækifæri á námsdvöl erlendis. Fótboltamótið, Djúpa laugin, HÍ/HR dagurinn og Ólympíuleikar nýnemadagaFótboltamótið: Við þjófstörtum nýnemadögum í ár föstudaginn 29. ágúst með árlegu nýnemamóti Stúdentaráðs í fótbolta. Mótið verður haldið á grasfletinum framan við Aðalbyggingu og hefst kl. 13. Þar geta allir nemar tekið þátt í fótbolta með sínu nemendafélagi og er hvert lið skipað 7 keppendum, þar af þarf að vera einn nýnemi. Keppt verður 2x7 mín og eru glæsilegir vinningar í boði fyrir sigurvegarana sem og liðið í skemmtilegustu búningunum. Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs mun búa til viðburð á Facebook og auglýsa vel til nemendafélaganna og nemendur því hvattir til að fylgjast vel með. Djúpa laugin: Stúdentaráð Íslands útbýr sína eigin útgáfu af stefnumótaþættinum "Djúpu lauginni" þar sem nemendafélög HÍ mætast í lauginni, eða nánar tiltekið í Stúdentakjallaranum, miðvikudagskvöldið 3. september kl. 20:00. Viðburður sem enginn nýnemi má missa af! HÍ/HR dagurinn: Fimmtudaginn 4. september mætast fulltrúar HÍ og HR í æsilegum og mis-íþróttamannslegum kappleikjum á svokölluðum HÍ/HR degi. HÍ vann glæstan sigur í fyrra og hefur því titil og heiður að verja. Stuðningsfólk er mikilvægasti leikmaðurinn og því eru öll hvött til að mæta og styðja sitt lið. Atið fer fram á malarstæðinu fyrir framan Októberfest-svæðið og hefst kl. 15:00. Ólympíuleikar nýnemadaga: Nýnemadagar ná hápunkti sínum föstudaginn 5. september þegar Ólympíuleikar nýnemadaga fara fram. Þar etja kappi fulltrúar alla nemendafélaga við HÍ og sem fyrr er það ekki síst stuðningsfólkið sem spilar stærstu rulluna! Leikarnir fara fram á Októberfest svæðinu og hefjast kl. 15:00. Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs hefur veg og vanda af viðurðahaldinu í samstarfi við nemendafélögin og er áhugasömum bent á að skrá sig til leiks í gegnum sitt félag. Fræðasvið skólans eru einnig með nýnemamóttökur. Nýnemamóttökur fræðasviða er að finna í viðburðadagatali og eftir sviðum hér neðar á síðunni. Þarftu upplýsingar? Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn. Lærðu á háskólasvæðið Kort af Háskólasvæðinu Félagslíf Félagslíf er mikilvægur þáttur í háskólanámi. Það er mikið um að vera og endilega taktu þátt. Það er tilvalið að óska eftir aðgangi að Facebook-síðu fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli. Hér má sjá lista yfir öll nemendafélögin og önnur félög innan Háskóla Íslands. Helstu þjónustueiningar og félög Hér eru tenglar á helstu þjónustueiningar og félög innan Háskólans og eru nemendur eindregið hvattir til að kynna sér þau. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar. Þjónustuborð á Háskólatorgi Nemendaráðgjöf Alþjóðasvið Nemendaskrá Tungumálamiðstöð Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafn Smáuglan – app Háskóla Íslands Upplýsingatæknisvið Stúdentaráð Jafnréttismál Sjálfbærni- og umhverfismál Ritver Háskólakórinn Háskóladansinn Fagráð HÍ Háskólaræktin Samfélagsmiðlar Endilega fylgstu með Háskólanum á: Facebook Twitter Instagram YouTube Á YouTube-rás Háskólans má sjá myndbönd frá nýnemadögum fyrri ára. Nýnemakynningar fræðasviða Fræðasvið skólans standa hvert og eitt fyrir móttöku/kynningarfundum nýnema. Hér má finna nánari upplýsingar: Félagsvísindasvið Heilbrigðisvísindasvið Hugvísindasvið Menntavísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Tengt efni Félagslíf í HÍ Stúdentaráð Nemendafélög Í þessu myndbandi finnurðu allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands. facebooklinkedintwitter